Sam-kúgun í Álfabakka Viðar Þorsteinsson skrifar 5. maí 2014 08:00 Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar