Sam-kúgun í Álfabakka Viðar Þorsteinsson skrifar 5. maí 2014 08:00 Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun