Sjálfakandi bílar og skipulagsmál Einar Egill Halldórsson skrifar 7. maí 2014 21:19 Núverandi aðalskipulag Reykjavíkur nær til áranna 2010-2030. Líkur eru á að sjálfakandi bílar muni gerbreyta forsendum þess áður en skipulagstímabilið er á enda. Meðal annars gæti þörfin fyrir innanlandsflug og þar með flugvöll í Vatnsmýrinni horfið. Engu að síður hefur þessi tæknibylting sem í vændum er ekki fangað athygli, hvorki skipulagsyfirvalda né þeirra sem nú bjóða sig fram til setu í borgarstjórn. Svæðið sem telst í ökufæri við höfuðborgina hefur sífellt verið að stækka og um leið fækkar þeim stöðum sem þarf að fljúga til. Í því sambandi er skemmst að minnast flugstöðvarinnar í Stykkishólmi sem aldrei var notuð sem slík. Miklar líkur eru á að með tilkomu sjálfakandi bíla muni samgöngur gjörbreytast og hugsanlega mun áætlunarflug innanlands á Íslandi alveg leggjast af. Áhrif sjálfakandi bíla hafa lítt verið rædd hér á landi og alls ekki þegar kemur að skipulagsmálum. Þegar fjallað er um þá er talað eins og ekkert muni breytast annað en að maður þurfi ekki lengur að halda í stýrið. Líklegt er þó að áhrifin á samgöngur og skipulag verði mikil. Hér verður ekki fjallað um tæknilegu hlið slíkra bíla heldur einungis um áhrif þess á innanlandsflug á Íslandi, ef slíkir bílar yrðu allsráðandi sem líklega er styttra í en margan grunar. Því er spáð að fyrstu bílarnir komi á markað eftir um 10 ár. Vonir standa til að með sjálfakandi bílum muni umferðarslysum fækka mikið og jafnvel heyra sögunni til, en flest umferðarslys í dag verða vegna mistaka eða gáleysislegrar hegðunar ökumanna. Öryggiskröfur setja hönnun bíla miklar skorður í dag. Ef umferðarslys verða mjög fátíð í framtíðinni mun útlit og innra skipulag bíla breytast mikið. Gerist það, má hugsa sér að hægt verði að búa til bíla, sem eru þannig búnir að þar fari vel um fólk eins og í þægilegu rúmi. Þegar komnir verða sjálfakandi bílar, sem eru innréttaðir sem svefnvagnar, verður hægt að leggjast til svefns í slíkum bíl seint að kvöldi t.d. á Eskifirði. Þegar ferðalangurinn vaknar, stendur bíllinn nákvæmlega á þeim stað sem ætlunin er að heimsækja. Um kvöldið, þegar erindum í höfuðborginni er lokið, keyrir bíllinn farþegann á sama hátt til baka, sem nær þá að mæta ferskur til vinnu eða í morgunmat með fjölskyldunni. Enginn tími mun fara til spillis í ferðalög, þar sem ferðast er á svefntíma og farþeginn kemur úthvíldur á áfangastað. Þar að auki má ætla að ferðakostnaður verði lægri en í flugi. Erfitt er að sjá flugfélögin keppa við þennan ferðamáta. Áður en menn fara af alvöru að hugleiða að byggja nýjan flugvöll eða stóra flugstöð, hvort sem staðsetningin yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar, þarf fyrst að leiða hugann að því, hvort þau mannvirki verði minnisvarði um skammsýni manna líkt og flugstöðin í Stykkishólmi. Ef sjálfakandi bílar verða að veruleika mun áhrifanna gæta víða. Mun ég fjalla frekar um áhrif þeirra á samfélagið í öðrum greinum og á facebooksíðunni „Sjálfakandi Bílar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi aðalskipulag Reykjavíkur nær til áranna 2010-2030. Líkur eru á að sjálfakandi bílar muni gerbreyta forsendum þess áður en skipulagstímabilið er á enda. Meðal annars gæti þörfin fyrir innanlandsflug og þar með flugvöll í Vatnsmýrinni horfið. Engu að síður hefur þessi tæknibylting sem í vændum er ekki fangað athygli, hvorki skipulagsyfirvalda né þeirra sem nú bjóða sig fram til setu í borgarstjórn. Svæðið sem telst í ökufæri við höfuðborgina hefur sífellt verið að stækka og um leið fækkar þeim stöðum sem þarf að fljúga til. Í því sambandi er skemmst að minnast flugstöðvarinnar í Stykkishólmi sem aldrei var notuð sem slík. Miklar líkur eru á að með tilkomu sjálfakandi bíla muni samgöngur gjörbreytast og hugsanlega mun áætlunarflug innanlands á Íslandi alveg leggjast af. Áhrif sjálfakandi bíla hafa lítt verið rædd hér á landi og alls ekki þegar kemur að skipulagsmálum. Þegar fjallað er um þá er talað eins og ekkert muni breytast annað en að maður þurfi ekki lengur að halda í stýrið. Líklegt er þó að áhrifin á samgöngur og skipulag verði mikil. Hér verður ekki fjallað um tæknilegu hlið slíkra bíla heldur einungis um áhrif þess á innanlandsflug á Íslandi, ef slíkir bílar yrðu allsráðandi sem líklega er styttra í en margan grunar. Því er spáð að fyrstu bílarnir komi á markað eftir um 10 ár. Vonir standa til að með sjálfakandi bílum muni umferðarslysum fækka mikið og jafnvel heyra sögunni til, en flest umferðarslys í dag verða vegna mistaka eða gáleysislegrar hegðunar ökumanna. Öryggiskröfur setja hönnun bíla miklar skorður í dag. Ef umferðarslys verða mjög fátíð í framtíðinni mun útlit og innra skipulag bíla breytast mikið. Gerist það, má hugsa sér að hægt verði að búa til bíla, sem eru þannig búnir að þar fari vel um fólk eins og í þægilegu rúmi. Þegar komnir verða sjálfakandi bílar, sem eru innréttaðir sem svefnvagnar, verður hægt að leggjast til svefns í slíkum bíl seint að kvöldi t.d. á Eskifirði. Þegar ferðalangurinn vaknar, stendur bíllinn nákvæmlega á þeim stað sem ætlunin er að heimsækja. Um kvöldið, þegar erindum í höfuðborginni er lokið, keyrir bíllinn farþegann á sama hátt til baka, sem nær þá að mæta ferskur til vinnu eða í morgunmat með fjölskyldunni. Enginn tími mun fara til spillis í ferðalög, þar sem ferðast er á svefntíma og farþeginn kemur úthvíldur á áfangastað. Þar að auki má ætla að ferðakostnaður verði lægri en í flugi. Erfitt er að sjá flugfélögin keppa við þennan ferðamáta. Áður en menn fara af alvöru að hugleiða að byggja nýjan flugvöll eða stóra flugstöð, hvort sem staðsetningin yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar, þarf fyrst að leiða hugann að því, hvort þau mannvirki verði minnisvarði um skammsýni manna líkt og flugstöðin í Stykkishólmi. Ef sjálfakandi bílar verða að veruleika mun áhrifanna gæta víða. Mun ég fjalla frekar um áhrif þeirra á samfélagið í öðrum greinum og á facebooksíðunni „Sjálfakandi Bílar“.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar