Hver á skilið hvað? Ásgrímur Jónasson skrifar 9. maí 2014 22:44 Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun