Fram yfir síðasta söludag? Auður Jóhannesdóttir skrifar 30. apríl 2014 13:28 Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun