Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-27 | Ótrúleg endurkoma Hauka Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 1. maí 2014 00:01 Haukar fagna í dag. Vísir/vilhelm Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira