Bílaeign landsmanna Árni Davíðsson skrifar 23. apríl 2014 12:58 Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun