Sláandi kínversk eftirlíking Ford Raptor Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 10:04 Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent