Stærðin skiptir ekki máli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2014 22:15 Jón Axel Guðmundsson í baráttunni við Martin Hermannsson. Vísir/Stefán Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45
Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36
Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58