Milljón Dacia Duster á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 14:15 Dacia Duster. Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent