Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 22:04 Magni á ferðinni í kvöld. vísir/valli „Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01