Götumerkingar sem lýsa í myrkri Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:00 Ökumenn þurfa ekki að efast um hvort þeir séu rétt staðsettir á vegi ef vegmerkingarnar lýsa í myrkri. Jalopnik Það myndi sannarlega auðvelda ökumönnum aksturinn ef allar götulínur lýstu í myrkri. Það fannst að minnsta verkfræðingum í Hollandi sem hófu að þróa þennan draum og fundu lausnina. Í málninguna, sem notuð er á þeim eina vegi sem enn er svona búinn, settu þeir sjálflýsandi agnir sem safna í sig ljósi á daginn og lýsa fyrir vikið á nóttunni. Fyrsti tilraunavegur uppfinningamannanna, við bæinn Oss í Hollandi, er aðeins 500 metra langur. Fólk sem séð hefur segir að það sé eins og að vera staddur í einhverju ævintýri að aka þennan veg í myrkri. Eftir bjartan dag lýsa agnirnar í fulla 8 klukkutíma. Þrátt fyrir að fyrstu prufanir á þessum sjálflýsandi ögnum lofi afar góðu eru áform um frekari notkun þeirra ekki ljós, en vonandi er þessi lausn ekki það dýr að hún muni ekki dreifast út hratt. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent
Það myndi sannarlega auðvelda ökumönnum aksturinn ef allar götulínur lýstu í myrkri. Það fannst að minnsta verkfræðingum í Hollandi sem hófu að þróa þennan draum og fundu lausnina. Í málninguna, sem notuð er á þeim eina vegi sem enn er svona búinn, settu þeir sjálflýsandi agnir sem safna í sig ljósi á daginn og lýsa fyrir vikið á nóttunni. Fyrsti tilraunavegur uppfinningamannanna, við bæinn Oss í Hollandi, er aðeins 500 metra langur. Fólk sem séð hefur segir að það sé eins og að vera staddur í einhverju ævintýri að aka þennan veg í myrkri. Eftir bjartan dag lýsa agnirnar í fulla 8 klukkutíma. Þrátt fyrir að fyrstu prufanir á þessum sjálflýsandi ögnum lofi afar góðu eru áform um frekari notkun þeirra ekki ljós, en vonandi er þessi lausn ekki það dýr að hún muni ekki dreifast út hratt.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent