Aðstoðum börn sem búa við fátækt Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 16. apríl 2014 10:16 Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að 16% barna á Íslandi búi við hættu á fátækt. Áætlað er að það séu um 10.000 börn. Tíu þúsund börn sem búa við fátækt á Íslandi. Hvað þýðir það? Hvað þýðir það fyrir barn að alast upp við fátækt á Íslandi? Að alast upp við fátækt getur haft í för með sér félagsleg einangrun. Hún felst til dæmis í því að barn hefur ekki tækifæri á að taka þátt í frístundar- og tómstundarstarfi. Getur ef til vill ekki sótt þjónustu frístundarheimila sem einmitt hafa það að markmið að auka félagslega virkni barna. Hefur ekki möguleika á að iðka íþróttir með félögunum eða stunda t.d. í tónlistarnám. Þá skortir barn sem býr við fátækt einnig tækifæri til að taka þátt í óskipulögðu frístundarstarfi, svo sem að fara í bíó, leikhús eða tónleika með vinum. Börn sem búa við fátækt upplifa sig oft utangarðs í samfélaginu. Þau geta ef til vill ekki gengið um í fatnaði sem er samþykktur af jafningjahópnum. Eiga ekki leikföng eða þau raftæki sem þykja til hæfi. Barn sem býr við fátækt gæti jafnvel búið á heimili þar sem ekki er netsamband og þar með takmarkað aðgengi að félagahópnum. Að alast upp við fátækt getur falið í sér óstöðuleika. Óstöðugleikinn felst fyrst og fremst í tíðum búferlaflutningum. Foreldrar sem búa við fátækt hafa oft a tíðum ekki sömu tök og aðrir á að kaupa sér fasteign og neyðast því til að sigla á ólgusjó leigumarkaðarins. Sumir eiga af til vill rétt á félagslegu leiguhúsnæði en bið eftir slíkri íbúð getur verið löng. Óstöðuleiki gæti einnig falist í löngum vinnudögum foreldra eða óhentugum vinnutíma þar sem börnin þurfa þá að vera í umsjá annarra en foreldra langt fram eftir kvöldi og um helgar. En það sem gleymist oft að minnast á eru neikvæð áhrif fjárhagserfiðleika á foreldrahæfni. Rannsóknir sýna að mælanlegt samband er á milli foreldra í fjárhagserfiðleikum og geðheilsuvankvæða, þá sérstaklega þunglyndis og kvíða. Vanlíðan foreldra í kjölfar fjárhagserfiðleika kemur niður á samskipti foreldra við börn sín. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður sýna oftar merki um kvíða og vanlíðan. Börn sem alast upp i fátækt hafa eru líklegri en aðrir til að verða fátæk á fullorðinsárum. Hvað getum við gert fyrir börnin okkar? Fyrst og fremst verðum við að tryggja grunnþjónustu barna svo að börn sem búa við hættu á fátækt fái fría grunnþjónustu svo sem skólamáltíðir, leikskóla, frístundarstarf og samgöngur. Þá þarf að tekjutengja frístundarkort til að tryggja aðgengi allra barna að íþrótta-, lista- og tómstundarstarfi. Auka þarf stöðuleika barna í tilverunni með því fjölga félagslegum íbúðum. Setjum okkur það markmið að hækka lægstu laun sem og grunnframfærslu. Aukum barnalýðræði svo börnum sé betur kleyft að láta rödd sína og skoðanir heyrast. Stöndum vörð um stoðirnar og verndandi þætti í lífi fjölskyldna. Forgangsröðum rétt, byggjum betra samfélag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að 16% barna á Íslandi búi við hættu á fátækt. Áætlað er að það séu um 10.000 börn. Tíu þúsund börn sem búa við fátækt á Íslandi. Hvað þýðir það? Hvað þýðir það fyrir barn að alast upp við fátækt á Íslandi? Að alast upp við fátækt getur haft í för með sér félagsleg einangrun. Hún felst til dæmis í því að barn hefur ekki tækifæri á að taka þátt í frístundar- og tómstundarstarfi. Getur ef til vill ekki sótt þjónustu frístundarheimila sem einmitt hafa það að markmið að auka félagslega virkni barna. Hefur ekki möguleika á að iðka íþróttir með félögunum eða stunda t.d. í tónlistarnám. Þá skortir barn sem býr við fátækt einnig tækifæri til að taka þátt í óskipulögðu frístundarstarfi, svo sem að fara í bíó, leikhús eða tónleika með vinum. Börn sem búa við fátækt upplifa sig oft utangarðs í samfélaginu. Þau geta ef til vill ekki gengið um í fatnaði sem er samþykktur af jafningjahópnum. Eiga ekki leikföng eða þau raftæki sem þykja til hæfi. Barn sem býr við fátækt gæti jafnvel búið á heimili þar sem ekki er netsamband og þar með takmarkað aðgengi að félagahópnum. Að alast upp við fátækt getur falið í sér óstöðuleika. Óstöðugleikinn felst fyrst og fremst í tíðum búferlaflutningum. Foreldrar sem búa við fátækt hafa oft a tíðum ekki sömu tök og aðrir á að kaupa sér fasteign og neyðast því til að sigla á ólgusjó leigumarkaðarins. Sumir eiga af til vill rétt á félagslegu leiguhúsnæði en bið eftir slíkri íbúð getur verið löng. Óstöðuleiki gæti einnig falist í löngum vinnudögum foreldra eða óhentugum vinnutíma þar sem börnin þurfa þá að vera í umsjá annarra en foreldra langt fram eftir kvöldi og um helgar. En það sem gleymist oft að minnast á eru neikvæð áhrif fjárhagserfiðleika á foreldrahæfni. Rannsóknir sýna að mælanlegt samband er á milli foreldra í fjárhagserfiðleikum og geðheilsuvankvæða, þá sérstaklega þunglyndis og kvíða. Vanlíðan foreldra í kjölfar fjárhagserfiðleika kemur niður á samskipti foreldra við börn sín. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður sýna oftar merki um kvíða og vanlíðan. Börn sem alast upp i fátækt hafa eru líklegri en aðrir til að verða fátæk á fullorðinsárum. Hvað getum við gert fyrir börnin okkar? Fyrst og fremst verðum við að tryggja grunnþjónustu barna svo að börn sem búa við hættu á fátækt fái fría grunnþjónustu svo sem skólamáltíðir, leikskóla, frístundarstarf og samgöngur. Þá þarf að tekjutengja frístundarkort til að tryggja aðgengi allra barna að íþrótta-, lista- og tómstundarstarfi. Auka þarf stöðuleika barna í tilverunni með því fjölga félagslegum íbúðum. Setjum okkur það markmið að hækka lægstu laun sem og grunnframfærslu. Aukum barnalýðræði svo börnum sé betur kleyft að láta rödd sína og skoðanir heyrast. Stöndum vörð um stoðirnar og verndandi þætti í lífi fjölskyldna. Forgangsröðum rétt, byggjum betra samfélag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar