Frumleg myndataka Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 11:05 Sprungurnar í ís Baikalvatns lýstar upp neðanfrá. Jalopnik Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent