Hamilton fljótastur á seinni æfingunni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. apríl 2014 10:00 Hamilton á æfingu í Kína í morgun Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði hraðasta hring á seinni föstudagsæfingunni fyrir Kínakappasturinn í formúlu eitt. Fernando Alonso á Ferrari varð annar. Nico Rosberg á hinum Mercedes bílnum varð þriðji, á undan Red Bull bílunum. Þrátt fyrir hraðasta hring dagsins var Hamilton ekki ánægður með bílinn. Hann talaði um ójafnvægi í stjórnun bílsins. Það sem meira er, báðir Mercedes bílarnir virtust slíta dekkjunum mikið. „Í kvöld þufum við að vinna í okkar málum og átta okkur á hver staðan er. Augljóslega er hún ekki svo slæm, en það má alltaf gera betur og við munum vinna hörðum höndum að því í kvöld að fínpússa uppstillingu bílsins,“ sagði Hamilton. Mesta athygli hefur vakið að Alonso komst upp á milli Mercedes mannanna. Svo virðist sem Ferrari bíllinn henti mun betur á brautinni í Shanghai. Þar er mun minni áhersla á grip að aftan en hefur verið hingað til á tímabilinu. Ferrari og Red Bull glíma um heiðurinn af því að vera næst bestir, á eftir Red Bull. Alonso náði besta tíma fyrri æfingarinnar á meðan Kimi Raikkonen, liðsfélagi hans náði ekki að setja tíma. Bíll hans sat í bílskúrnum alla æfinguna bilaður. Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kína er á dagskrá klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudagsmorgun klukkan 6:30. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg ræða málin Nico Rosberg segir að hann og liðsfélagi hans hjá Mercedes muni setjast niður með liðiðnu fyrir kínverska kappaksturinn. Markmiðið er að hreinsa loftið eftir afar spennuþrungna keppni á milli þeirra í Bahrain. 17. apríl 2014 18:00 Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði hraðasta hring á seinni föstudagsæfingunni fyrir Kínakappasturinn í formúlu eitt. Fernando Alonso á Ferrari varð annar. Nico Rosberg á hinum Mercedes bílnum varð þriðji, á undan Red Bull bílunum. Þrátt fyrir hraðasta hring dagsins var Hamilton ekki ánægður með bílinn. Hann talaði um ójafnvægi í stjórnun bílsins. Það sem meira er, báðir Mercedes bílarnir virtust slíta dekkjunum mikið. „Í kvöld þufum við að vinna í okkar málum og átta okkur á hver staðan er. Augljóslega er hún ekki svo slæm, en það má alltaf gera betur og við munum vinna hörðum höndum að því í kvöld að fínpússa uppstillingu bílsins,“ sagði Hamilton. Mesta athygli hefur vakið að Alonso komst upp á milli Mercedes mannanna. Svo virðist sem Ferrari bíllinn henti mun betur á brautinni í Shanghai. Þar er mun minni áhersla á grip að aftan en hefur verið hingað til á tímabilinu. Ferrari og Red Bull glíma um heiðurinn af því að vera næst bestir, á eftir Red Bull. Alonso náði besta tíma fyrri æfingarinnar á meðan Kimi Raikkonen, liðsfélagi hans náði ekki að setja tíma. Bíll hans sat í bílskúrnum alla æfinguna bilaður. Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kína er á dagskrá klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudagsmorgun klukkan 6:30.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg ræða málin Nico Rosberg segir að hann og liðsfélagi hans hjá Mercedes muni setjast niður með liðiðnu fyrir kínverska kappaksturinn. Markmiðið er að hreinsa loftið eftir afar spennuþrungna keppni á milli þeirra í Bahrain. 17. apríl 2014 18:00 Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton og Rosberg ræða málin Nico Rosberg segir að hann og liðsfélagi hans hjá Mercedes muni setjast niður með liðiðnu fyrir kínverska kappaksturinn. Markmiðið er að hreinsa loftið eftir afar spennuþrungna keppni á milli þeirra í Bahrain. 17. apríl 2014 18:00
Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15
Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45