GreenQloud opnar í gagnaveri í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2014 15:58 Fyrirtækið GreenQloud stefnir á opnun nýrrar hýsingar í gagnaveri Digital Fortress við Seattle borg í Washingtonfylki í Bandaríkjunum á næstunni. Fyrirtækið hýsir gögn fyrirtækja og leggur mikið upp úr því að vera vistvænt og að keyra á vistvænni og endurnýjanlegri orku. „Við stefnum á að opna í gagnaverinu í maí. Um 95 til 97 prósent orkunnar sem mun keyra verið er endurnýjanleg orka, sem þykir mjög hátt hlutfall í Bandaríkjunum,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, markaðsfulltrúi GreenQloud. Hún segir að á svæðinu við Seattle séu mörg stór fyrirtæki með sterka umhverfisstefnu. „Í dag erum við með kúnna frá yfir 80 löndum og erum að fara að keyra á bandaríska markaðinn í meira mæli. Eftir opnunina í Bandaríkjunum munum við geta þjónustað kúnna okkar þar miklu betur. Til dæmis eru mörg fyrirtæki þar í landi sem gera kröfu um að gögnin séu geymd í gagnaverum innan Bandaríkjanna.“ Í gær birtist grein á vef Guardian, þar sem farið er yfir það að stór tæknifyrirtæki séu í meiri mæli að notast við endurnýjanlega orku við rekstur gagnavera sinna. Í nýrri skýrslu frá Greenpeace, sem heitir Clicking Clean, og fjallar um hvernig tæknifyrirtæki skapi hið Græna internet, er GreenQloud nefnt. Segir að tilkoma fyrirtækisins og Green Mountain í Noregi gefi vísbendingu um hækkandi eftirspurn eftir grænni gagnahýsingu. Í grein Guardian segir að gagnahýsing, sem einnig kallast skýjaþjónusta verði sífellt vinsælli hjá fyrirtækjum. Aðal ástæður þess eru að fyrirtæki þurfi þá ekki að kaupa og reka eigin vefþjóna með miklum tilheyrandi kostnaði. Þessi aukning er einnig sögð gefa í skyn að gagnaverum muni fjölga og eftirspurn eftir gagnahýsingu sem keyri á endurnýjanlegri orku muni hækka. Þá þróun leiðir Evrópa. Auk GreenQloud eru nefnd fyrirtæki eins og Green Mountain og Fjord IT, sem bæði eru í Noregi. Þá segir einnig að lönd eins og Ísland og Noregur séu vinsælir þegar kemur að byggingu nýrra gagnavera. Mikið sé af endurnýjanlegri orku og loftslagið bjóði upp á náttúrulega leið til að kæla vefþjónana. Tengdar fréttir GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner. 18. maí 2011 09:00 Taka þátt í nútímaiðnbyltingu „Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud. 22. febrúar 2011 05:15 Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári. 10. ágúst 2010 07:11 Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari aðferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum. 25. september 2013 08:00 Jón nýr forstjóri evrópsks markaðs hjá GreenQloud Bala Kamallakharan, fyrrverandi forstjóri, var skipaður í stjórn fyrirtækisins. 6. mars 2014 15:39 Samtök fyrirtækja í grænni tækni stofnuð Búið er að stofna Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI. 2. júní 2010 10:21 Lestu þetta ef þú ert skapandi snillingur Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrstu verðlaun eru 200.000 krónur í reiðufé. 7. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Fyrirtækið GreenQloud stefnir á opnun nýrrar hýsingar í gagnaveri Digital Fortress við Seattle borg í Washingtonfylki í Bandaríkjunum á næstunni. Fyrirtækið hýsir gögn fyrirtækja og leggur mikið upp úr því að vera vistvænt og að keyra á vistvænni og endurnýjanlegri orku. „Við stefnum á að opna í gagnaverinu í maí. Um 95 til 97 prósent orkunnar sem mun keyra verið er endurnýjanleg orka, sem þykir mjög hátt hlutfall í Bandaríkjunum,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, markaðsfulltrúi GreenQloud. Hún segir að á svæðinu við Seattle séu mörg stór fyrirtæki með sterka umhverfisstefnu. „Í dag erum við með kúnna frá yfir 80 löndum og erum að fara að keyra á bandaríska markaðinn í meira mæli. Eftir opnunina í Bandaríkjunum munum við geta þjónustað kúnna okkar þar miklu betur. Til dæmis eru mörg fyrirtæki þar í landi sem gera kröfu um að gögnin séu geymd í gagnaverum innan Bandaríkjanna.“ Í gær birtist grein á vef Guardian, þar sem farið er yfir það að stór tæknifyrirtæki séu í meiri mæli að notast við endurnýjanlega orku við rekstur gagnavera sinna. Í nýrri skýrslu frá Greenpeace, sem heitir Clicking Clean, og fjallar um hvernig tæknifyrirtæki skapi hið Græna internet, er GreenQloud nefnt. Segir að tilkoma fyrirtækisins og Green Mountain í Noregi gefi vísbendingu um hækkandi eftirspurn eftir grænni gagnahýsingu. Í grein Guardian segir að gagnahýsing, sem einnig kallast skýjaþjónusta verði sífellt vinsælli hjá fyrirtækjum. Aðal ástæður þess eru að fyrirtæki þurfi þá ekki að kaupa og reka eigin vefþjóna með miklum tilheyrandi kostnaði. Þessi aukning er einnig sögð gefa í skyn að gagnaverum muni fjölga og eftirspurn eftir gagnahýsingu sem keyri á endurnýjanlegri orku muni hækka. Þá þróun leiðir Evrópa. Auk GreenQloud eru nefnd fyrirtæki eins og Green Mountain og Fjord IT, sem bæði eru í Noregi. Þá segir einnig að lönd eins og Ísland og Noregur séu vinsælir þegar kemur að byggingu nýrra gagnavera. Mikið sé af endurnýjanlegri orku og loftslagið bjóði upp á náttúrulega leið til að kæla vefþjónana.
Tengdar fréttir GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner. 18. maí 2011 09:00 Taka þátt í nútímaiðnbyltingu „Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud. 22. febrúar 2011 05:15 Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári. 10. ágúst 2010 07:11 Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari aðferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum. 25. september 2013 08:00 Jón nýr forstjóri evrópsks markaðs hjá GreenQloud Bala Kamallakharan, fyrrverandi forstjóri, var skipaður í stjórn fyrirtækisins. 6. mars 2014 15:39 Samtök fyrirtækja í grænni tækni stofnuð Búið er að stofna Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI. 2. júní 2010 10:21 Lestu þetta ef þú ert skapandi snillingur Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrstu verðlaun eru 200.000 krónur í reiðufé. 7. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner. 18. maí 2011 09:00
Taka þátt í nútímaiðnbyltingu „Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud. 22. febrúar 2011 05:15
Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári. 10. ágúst 2010 07:11
Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari aðferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum. 25. september 2013 08:00
Jón nýr forstjóri evrópsks markaðs hjá GreenQloud Bala Kamallakharan, fyrrverandi forstjóri, var skipaður í stjórn fyrirtækisins. 6. mars 2014 15:39
Samtök fyrirtækja í grænni tækni stofnuð Búið er að stofna Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI. 2. júní 2010 10:21
Lestu þetta ef þú ert skapandi snillingur Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrstu verðlaun eru 200.000 krónur í reiðufé. 7. febrúar 2014 09:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent