Viðskipti innlent

Samtök fyrirtækja í grænni tækni stofnuð

Á mynd frá vinstri: Eiríkur Sveinn, Freyr Hólm, Ásbjörn, Guðný, Jón Ágúst og Ingvar
Á mynd frá vinstri: Eiríkur Sveinn, Freyr Hólm, Ásbjörn, Guðný, Jón Ágúst og Ingvar
Búið er að stofna Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI.

Í tilkynningu segir að hugmyndir um stofnun slíkra samtaka hafa verið uppi um nokkurt skeið en mikil gróska er í málum er snúa að grænni tækni og hreinni orku. Síðastliðið haust fóru SI ásamt fleiri aðilum í stefnumótun á þessu sviði . Þar kom m.a. fram áhugi á að auka samstarf fyrirtækja sem eru að þróa nýja umhverfistækni.

Meðal þess sem samtökin munu vinna að er að styrkja netverk fyrirtækjanna, auka samstarf og deila þekkingu og reynslu. Áherslurnar liggja á mörgum sviðum einkum í markaðsmálum, menntamálum, varðandi fjármögnun, þátttöku í norrænu starfi og vera stjórnvöldum til stuðnings við stefnumótun.

Á stofnfundinum var kosin fimm mann stjórn auk tveggja varamanna. Formaður var kosinn Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorku. Meðstjórnendur voru kosnir Ásbjörn Torfason, Vistvænni orku, Guðný Reimarsdóttir, Ecoprocess Nord, Ingvar Kristinsson, Fjölblendi og K.C. Tran, Carbon Recycling International. Varamenn eru Freyr Hólm Ketilsson, ReMake Electric og Eiríkur Sveinn Hrafnsson, Greenqloud.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×