Gott skor á fyrsta hring í Texas 4. apríl 2014 08:52 Mickelson virðist vera að rétta úr kútnum rétt fyrir Masters. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að bestu kylfingar heims hafi leikið sér að Houston vellinum í Texas en fyrsti hringur af Shell Houston Open kláraðist í gærnótt. Alls eru 96 kylfingar undir pari eftir fyrsta hring en Bandaríkjamennirnir Charely Hoffman og Bill Haas leiða mótið á sjö höggum undir pari. Það eru svo fimm kylfingar jafnir í þriðja sæti á sex undir, meðal þeirra er fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem og Matt Kuchar. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni á fjórum og fimm höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem kom inn á fimm höggum undir í gær sem og Suður-Afríkumaðurinn og fyrrum Masters sigurvegarinn Charles Schwartzel.Phil Mickelson átti einnig góðan hring á fyrsta degi eftir að hafa dregið sig úr leik á Valero meistaramótinu um síðustu helgi vegna meiðsla. Er hann á fjórum höggum undir pari. Rory McIlroy er einnig með í Texas en hann kom inn á tveimur höggum undir pari. Annar hringur Shell Houston Open fer fram í dag og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er óhætt að segja að bestu kylfingar heims hafi leikið sér að Houston vellinum í Texas en fyrsti hringur af Shell Houston Open kláraðist í gærnótt. Alls eru 96 kylfingar undir pari eftir fyrsta hring en Bandaríkjamennirnir Charely Hoffman og Bill Haas leiða mótið á sjö höggum undir pari. Það eru svo fimm kylfingar jafnir í þriðja sæti á sex undir, meðal þeirra er fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem og Matt Kuchar. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni á fjórum og fimm höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem kom inn á fimm höggum undir í gær sem og Suður-Afríkumaðurinn og fyrrum Masters sigurvegarinn Charles Schwartzel.Phil Mickelson átti einnig góðan hring á fyrsta degi eftir að hafa dregið sig úr leik á Valero meistaramótinu um síðustu helgi vegna meiðsla. Er hann á fjórum höggum undir pari. Rory McIlroy er einnig með í Texas en hann kom inn á tveimur höggum undir pari. Annar hringur Shell Houston Open fer fram í dag og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira