Ekki er allt sem sýnist Marjatta Ísberg skrifar 7. apríl 2014 16:14 Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun