Renault Twingo á að stela af Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 08:45 Renault Twingo á bílasýningunni í Genf. Á markaði fyrir smábíla hefur Fiat átt stærstu kökusneiðina í Evrópu og sem dæmi vermdu bílarnir Fiat 500 og Fiat Panda efst tvö sætin í þessum flokki bíla í fyrra í Evrópu. Renault Twingo var þar í fjórða sæti á eftir Volkswagen Up. Samanlögð sala Fiat bílanna var fjórum sinnum meiri en sala Twingo bílsins. Renault hefur uppi þær áætlanir að koma Twingo í fyrst eða annað sætið í sölu bíla í þessum flokki. Það ætlar Renault samt ekki að gera með því að lækka verð hans en telur að verð hans og gæði muni duga til. Nýr Renault Twingo var kynntur á bílasýningunni í Genf um daginn og er hann ekki enn kominn í sölu. Renault telur að 1,1 milljón bíla sala í þessum flokki í evrópu í fyrra muni fara í 1,3 milljónir árið 2016. Mikið verðstríð er á bílum í þessum flokki og því hagnast framleiðendur þeirra ekki mikið á sölu þeirra. Renault Twingo verður verðlagður í hærri helmingi bíla í flokknum, en Renault telur að twingo sé þess virði. Grunnverð á Fiat 500 er 12.310 Evrur á Ítalíu, eða um 1.930.000 kr. renault Twingo er að því leiti ólíkur flestum öðrum bílum í smábílaflokki að hann er afturhjóladrifinn og telur Renault það mikinn kost. Hann mun hafa eins metra minni beygjuhring en flestir samkeppnisbílarnir, stærra innanrými og óvenjugott útsýni úr bílnum. Renault ætlar ekki að bjóða Twingo sem tvinnbíl eða rafmagnsbíl að sinni, en Renault er nú með í boði 4 aðrar gerðir slíkra bíla. Í næstu sætum á eftir Renault Twingo í smábílasölu í Evrópu eru Toyota Aygo, Hyundai i10, Citroën C1, Peugeot 107, Kia Picanto og í 10. sætinu er Ford Ka. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á markaði fyrir smábíla hefur Fiat átt stærstu kökusneiðina í Evrópu og sem dæmi vermdu bílarnir Fiat 500 og Fiat Panda efst tvö sætin í þessum flokki bíla í fyrra í Evrópu. Renault Twingo var þar í fjórða sæti á eftir Volkswagen Up. Samanlögð sala Fiat bílanna var fjórum sinnum meiri en sala Twingo bílsins. Renault hefur uppi þær áætlanir að koma Twingo í fyrst eða annað sætið í sölu bíla í þessum flokki. Það ætlar Renault samt ekki að gera með því að lækka verð hans en telur að verð hans og gæði muni duga til. Nýr Renault Twingo var kynntur á bílasýningunni í Genf um daginn og er hann ekki enn kominn í sölu. Renault telur að 1,1 milljón bíla sala í þessum flokki í evrópu í fyrra muni fara í 1,3 milljónir árið 2016. Mikið verðstríð er á bílum í þessum flokki og því hagnast framleiðendur þeirra ekki mikið á sölu þeirra. Renault Twingo verður verðlagður í hærri helmingi bíla í flokknum, en Renault telur að twingo sé þess virði. Grunnverð á Fiat 500 er 12.310 Evrur á Ítalíu, eða um 1.930.000 kr. renault Twingo er að því leiti ólíkur flestum öðrum bílum í smábílaflokki að hann er afturhjóladrifinn og telur Renault það mikinn kost. Hann mun hafa eins metra minni beygjuhring en flestir samkeppnisbílarnir, stærra innanrými og óvenjugott útsýni úr bílnum. Renault ætlar ekki að bjóða Twingo sem tvinnbíl eða rafmagnsbíl að sinni, en Renault er nú með í boði 4 aðrar gerðir slíkra bíla. Í næstu sætum á eftir Renault Twingo í smábílasölu í Evrópu eru Toyota Aygo, Hyundai i10, Citroën C1, Peugeot 107, Kia Picanto og í 10. sætinu er Ford Ka.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira