Eitt par af hverjum sex Katrín Björk Baldvinsdóttir skrifar 8. apríl 2014 15:37 Eitt par af hverjum sex á barneignaraldri glímir við ófrjósemi. Það fylgir því mikið áfall þegar í ljós kemur að utanaðkomandi aðstoðar er þörf til að eignast barn og sú barátta tekur mun meira á andlega og tilfinningalega heldur en almenningur gerir sér grein fyrir. Einnig getur hún verið afskaplega kostnaðarsöm þar sem greiðsluþátttaka íslenska ríkisins í tæknfrjóvgunum er lægst af Norðurlöndunum og langt að baki ansi margra annarra Evrópulanda. Tilvera samtök um ófrjósemi eru hagsmunasamtök þeirra sem glíma við ófrjósemi og/eða þurfa á utanaðkomandi aðstoð að halda til að eignast barn, hvort sem það er af líffræðilegum eða félagslegum orsökum. Fyrir utan almenna hagsmunagæslu fyrir félagsmenn gagnvart heilbrigiðisyfirvöldum og þeim sem veita félagsmönnum heilbrigðisþjónustu, þá standa samtökin fyrir reglulegum fræðslufundum, sumargrilli, mánaðarlegu kaffihúsaspjalli, heimasíðu og útgáfu fréttabréfs. Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar í sjálfboðastarfi. Vikuna 10.-16. apríl stendur Tilvera fyrir vitundarvakningu um ófrjósemi undir yfirskriftinni Ófrjósemi er barátta. Vitundarvakningin er hugsuð til þess að auka skilning almennings og stjórnvalda á því hve erfitt það er að vera í þessari baráttu, sem og að vekja athygli fólks sem glímir við það að eignast barn á því að það er ekki eitt í baráttunni. Samtökin vilja að þessu tilefni vekja athygli á þremur áherslumálum:1. Að fyrsta glasa- eða smásjármeðferð verði aftur niðurgreidd. Hætt var að niðurgreiða fyrstu glasa- og smásjármeðferðina í janúar 2012. Að afnema niðurgreiðslu fyrstu meðferðar í stað fjórðu voru mikil mistök, t.d. vegna fólks sem þarf að fara í tæknifrjóvgun vegna krabbameinsmeðferðar. Eins er lyfjakostnaður mestur í byrjun, vegna nýrra laga um greiðluþátttöku í lyfjakostnaði. Því verður fyrsta meðferðin ansi stór biti að kyngja fjárhagslega.2. Að þeir sem þurfa að sækja þjónustu ART Medica fái ferðakostnað niðurgreiddann. Sjúkratryggingar Íslands greiða nú einungis ferðakostnað þegar fólk er að fara í niðurgreidda meðferð. Niðurgreiddar meðferðir eru aðeins brot af þeim meðferðum sem stendur fólki til boða. Þetta þýðir að fólk á landsbyggðinni lendir í gífurlegum aukakostnaði.3. Að heilli meðferð sé ekki lokið nema til uppsetningar á fósturvísi komi. Lendi fólk í því að ekki verði til fósturvísir til uppsetningar telst sú meðferð engu að síður sem heil meðferð og því fækkar niðurgreiddum meðferðum um eina. Stjórn Tilveru biður íslensku þjóðina að veita stuðning í þessum áherslumálum og minnir á að mjög líklega þekkir hver og einn einhvern sem er eða hefur þurft að glíma við ófrjósemi. Sýnið tillitssemi því ófrjósemi er erfið barátta.Sjá nánar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Eitt par af hverjum sex á barneignaraldri glímir við ófrjósemi. Það fylgir því mikið áfall þegar í ljós kemur að utanaðkomandi aðstoðar er þörf til að eignast barn og sú barátta tekur mun meira á andlega og tilfinningalega heldur en almenningur gerir sér grein fyrir. Einnig getur hún verið afskaplega kostnaðarsöm þar sem greiðsluþátttaka íslenska ríkisins í tæknfrjóvgunum er lægst af Norðurlöndunum og langt að baki ansi margra annarra Evrópulanda. Tilvera samtök um ófrjósemi eru hagsmunasamtök þeirra sem glíma við ófrjósemi og/eða þurfa á utanaðkomandi aðstoð að halda til að eignast barn, hvort sem það er af líffræðilegum eða félagslegum orsökum. Fyrir utan almenna hagsmunagæslu fyrir félagsmenn gagnvart heilbrigiðisyfirvöldum og þeim sem veita félagsmönnum heilbrigðisþjónustu, þá standa samtökin fyrir reglulegum fræðslufundum, sumargrilli, mánaðarlegu kaffihúsaspjalli, heimasíðu og útgáfu fréttabréfs. Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar í sjálfboðastarfi. Vikuna 10.-16. apríl stendur Tilvera fyrir vitundarvakningu um ófrjósemi undir yfirskriftinni Ófrjósemi er barátta. Vitundarvakningin er hugsuð til þess að auka skilning almennings og stjórnvalda á því hve erfitt það er að vera í þessari baráttu, sem og að vekja athygli fólks sem glímir við það að eignast barn á því að það er ekki eitt í baráttunni. Samtökin vilja að þessu tilefni vekja athygli á þremur áherslumálum:1. Að fyrsta glasa- eða smásjármeðferð verði aftur niðurgreidd. Hætt var að niðurgreiða fyrstu glasa- og smásjármeðferðina í janúar 2012. Að afnema niðurgreiðslu fyrstu meðferðar í stað fjórðu voru mikil mistök, t.d. vegna fólks sem þarf að fara í tæknifrjóvgun vegna krabbameinsmeðferðar. Eins er lyfjakostnaður mestur í byrjun, vegna nýrra laga um greiðluþátttöku í lyfjakostnaði. Því verður fyrsta meðferðin ansi stór biti að kyngja fjárhagslega.2. Að þeir sem þurfa að sækja þjónustu ART Medica fái ferðakostnað niðurgreiddann. Sjúkratryggingar Íslands greiða nú einungis ferðakostnað þegar fólk er að fara í niðurgreidda meðferð. Niðurgreiddar meðferðir eru aðeins brot af þeim meðferðum sem stendur fólki til boða. Þetta þýðir að fólk á landsbyggðinni lendir í gífurlegum aukakostnaði.3. Að heilli meðferð sé ekki lokið nema til uppsetningar á fósturvísi komi. Lendi fólk í því að ekki verði til fósturvísir til uppsetningar telst sú meðferð engu að síður sem heil meðferð og því fækkar niðurgreiddum meðferðum um eina. Stjórn Tilveru biður íslensku þjóðina að veita stuðning í þessum áherslumálum og minnir á að mjög líklega þekkir hver og einn einhvern sem er eða hefur þurft að glíma við ófrjósemi. Sýnið tillitssemi því ófrjósemi er erfið barátta.Sjá nánar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar