Sköpum betri umgjörð um myndlist Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 20. mars 2014 14:25 Listamenn á Íslandi eru öflugur, hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur og innan hans eru ólíkir aðilar með ólíkar þarfir. Þeir skapa fjölbreytt verk, vinna með ólíka miðla og afla sértekna. Sumir afla þeirra erlendis frá, aðrir innanlands, sumir frá opinberum aðilum og aðrir frá einkaaðilum. SÍM eru heildarsamtök listamanna sem vinna að bættum kjörum, berjast fyrir hagsmunum listamanna, m.a. sem málsvari gagnvart sýningaraðilum hvort sem þeir eru söfn eða einkaaðilar. Formaður SÍM hefur það hlutverk að leiða samtökin, eiga stöðugt í samtali við stjórn og félagsmenn, forgangsraða og koma hlutum í verk. Á undanförnum árum hafa ýmis framfaraskref verið stigin hjá SÍM, en betur má ef duga skal. Mér finnst satt best að segja að það hafi myndast gjá milli SÍM og myndlistarmanna og þessa gjá þarf að brúa. Of mörg mikilvæg verkefni hafa beðið ókláruð undanfarin ár, sem þýðir að annað hvort þurfum við að taka upp skilvirkari vinnubrögð eða skerpa á forgangsröðun.Myndlist er verðmætasköpun og mikilvægur hluti af hagkerfinu Svona er staðan í ársbyrjun 2014: Myndlistarsjóður hefur verið skorinn niður um helming. Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistarmanna sá sér ekki annað fært, vegna bágrar fjárhagsstöðu, að lækka ferða- og verkefnastyrki úr 15 prósentum í 8 prósent af heildarupphæð rekstrastyrkja sem það fær frá ríkinu. Menningarráðin á landsbyggðinni hafa enn ekki getað úthlutað styrkjum fyrir árið 2014 þar sem menningarsamningar við sveitafélögin hafa ekki verið endurnýjaðir. Þetta hefur í för með sér að fjölmörg verkefni eru í bið. Á árinu mun Rannsóknarsjóður úthluta 214 milljónum til að auka verðmæti sjávarfangs, en Myndlistarsjóður úthlutar 25 milljónum til að auka verðmæti í listsköpun. Á sama tíma og niðurskurður er í hámarki er kortavelta ferðamanna á Íslandi að aukast. Samkvæmt nýlegum tölum frá Höfuðborgarstofu yfir erlenda kortaveltu eru erlendir ferðamenn í sívaxandi mæli að sækja menningarviðburði. Erlend kortavelta tengd menningu nam í janúarmánuði 115 milljónum króna og jókst um 38% milli ára. Af einstökum menningarliðum má nefna að velta í söfnum og galleríum hefur aukist um 64% prósent milli ára. Á síðasta ári komu tvö hundruð og þrjú þúsund gestir á Listasafn Reykjavíkur og er það aukning upp á 32 þúsund gesti á milli ára. Samkvæmt könnun frá Ferðamálastofu frá árinu 2012 um áhrifaþætti á ákvörðun að ferðast til Íslands, sækja flestir ferðamenn hingað til lands vegna náttúrunnar. Í öðru sæti var menning og saga landsins. Mér finnst þetta vera umhugsunarverðar tölur. Þær sýna óvissu og alvarlega stöðu núverandi forgangsröðunar í ríkisrekstri. Þær benda á að aukin ferðamennska felur í sér að fleiri sækja söfn og menningarviðburði. Tölurnar veita vísbendingar um framtíðina og um að myndlist muni áfram vera mikilvægur hluti af hagkerfinu og ímynd Íslands. Á sama tíma og opinberir aðilar halda að sér höndum, hver er þá staða listamanna?Meiri árangur og bætt upplýsingagjöf vegna MU samningsins Á sama tíma og söfnin laða til sín gesti sem borga aðgangseyri til að upplifa, skynja og njóta fá myndlistarmenn sem eru að sýna í söfnunum enn ekki greidda þóknun fyrir vinnu sína. Af eigin sýningarreynslu í opinberu safni get ég fullyrt að það var niðurlægjandi að vera fyrst á svæðið og seinust út en sú eina sem var ekki á launum. Það er löngu orðið tímabært að koma á launasamningi milli opinberra safna og listamanna. Undanfarin þrjú ár hefur SÍM unnið að samningi milli listamanna og opinberra aðila, til að tryggja að listamenn fái laun þegar þeir sýna í opinberum söfnum. Vinnan hefur grundvallast á svokölluðum MU samningi sem sænsk stjórnvöld og listamenn gerðu sín á milli. Ef vel tækist til með slíkan samning getur hann orðið listamönnum hér á landi til hagsbóta. Hins vegar er þörf á skilvirkum vinnubrögðum til að tryggja að þessum samningi verði náð. Á þeim tíma sem liðinn er hefði mér fundist eðlilegt að íslensk stjórnvöld, stjórnendur opinberra safna og SÍM hefðu komið sér saman um launaviðmið sem ættu að liggja til grundvallar samningnum. Slík viðmið verða ekki þýdd úr sænskum samningi, um þau þarf að semja: koma auga á hvar menn eru sammála, finna út hvar menn eru ekki sammála og reyna á endanum að jafna ágreining. Listamenn verða að fara að sjá árangur af þessu verkefni og því þarf að skipta því upp í viðráðanlega tíma- og verkáætlun, og gera upplýsingar um framgang þess opinberar.Að standa á okkar rétti Með nýjum myndlistarlögum virðist kominn skýr rammi utan um ýmis hagsmunamál myndlistarmanna. Samt heyri ég óánægjuraddir. Í lögunum stendur að verja eigi 1% af kostnaði við opinberar nýbyggingar til listaverka, en það skilar sér ekki til myndlistarmanna. Hvers vegna ekki? Erum við, myndlistarmenn og samtök okkar SÍM, að sitja aðgerðalaus hjá á meðan farið er á svig við lög? Ég þekki marga listamenn sem eru meira en til í að taka þátt í kröfugöngum og mótmælum, en virðast ekki alltaf vera til í að berjast fyrir eigin hagsmunum, og það er þversögn. Ég væri meira en til í að drífa saman hóp af listamönnum í kröfugöngu þann 15. april, á alþjóðlegum degi myndlistar. Áður en til þess kemur langar mig hins vegar að benda á það augljósa: okkur vantar betri gögn, betri upplýsingar og meiri greiningu. Það vantar tölur og það vantar samantektir sem sýna hversu mikið hefur verið byggt, hvaða byggingar um ræðir og hversu mikið fór eða fór ekki í myndlist. Á þessum grunni getum við gert hluti, en við verðum alltaf að undirbyggja. Við verðum að fara að skipuleggja okkur og kafa betur ofan í hlutina. Ef hægt er að sýna fram á með staðreyndum og upplýsingum að verið sé að hlunnfara myndlistarmenn, þá á SÍM að krefjast úrbóta. Þá á SÍM að fara fram á að ráðuneyti menningarmála beiti sér fyrir því að farið verði að myndlistarlögum eða ganga þannig frá lögunum að eftir þeim verði farið.SÍM verður að efla upplýsingagjöf Ég hef heyrt marga listamenn tala um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og atvinnuleysistryggingasjóði. Sumir eru óánægðir með réttindaleysi, aðrir óánægðir með upplýsingaleysið og enn aðrir óánægðir með þjónustuleysið og að vita ekkert hvert þeir eiga að leita. Að mínu mati er ekkert eitt rétt svar vegna þessara mála því innan raða myndlistarmanna eru svo ólíkir einstaklingar. En að mínu mati mætti stórbæta upplýsingaþjónustu til starfandi sjálfstæðra myndlistarmanna, bæði með SÍM sem miðstöð fyrir slíkar upplýsingar en einnig með því að SÍM hjálpi til við að miðla upplýsingum milli sjálfstæðra myndlistarmanna. Það á ekki að vera feluleikur eða frumskógur að komast í gegnum skrifræðið á Íslandi. Á vefsíðu SÍM og í gegnum SÍM ætti að vera hægt að nálgast þessar upplýsingar með aðgengilegum hætti. Mér finnst reyndar að skerpa mætti hressilega á heimasíðu SÍM og gera hana að aðgengilegri uppýsingaveitu fyrir starfandi listamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ég var með alþingismanni í meðferð Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann Skoðun Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson skrifar Skoðun Ég var með alþingismanni í meðferð Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar Skoðun ....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson,Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Lausn húsnæðisvandans Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Staða evrunnar í Evrópusambandinu árið 2024 Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar Skoðun Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar Skoðun Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun „Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar Skoðun Höfum við efni á þessu Stríðsbrölti? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar Skoðun Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Hugsum út fyrir rammann til að leysa húsnæðisvandann Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar Skoðun Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Listamenn á Íslandi eru öflugur, hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur og innan hans eru ólíkir aðilar með ólíkar þarfir. Þeir skapa fjölbreytt verk, vinna með ólíka miðla og afla sértekna. Sumir afla þeirra erlendis frá, aðrir innanlands, sumir frá opinberum aðilum og aðrir frá einkaaðilum. SÍM eru heildarsamtök listamanna sem vinna að bættum kjörum, berjast fyrir hagsmunum listamanna, m.a. sem málsvari gagnvart sýningaraðilum hvort sem þeir eru söfn eða einkaaðilar. Formaður SÍM hefur það hlutverk að leiða samtökin, eiga stöðugt í samtali við stjórn og félagsmenn, forgangsraða og koma hlutum í verk. Á undanförnum árum hafa ýmis framfaraskref verið stigin hjá SÍM, en betur má ef duga skal. Mér finnst satt best að segja að það hafi myndast gjá milli SÍM og myndlistarmanna og þessa gjá þarf að brúa. Of mörg mikilvæg verkefni hafa beðið ókláruð undanfarin ár, sem þýðir að annað hvort þurfum við að taka upp skilvirkari vinnubrögð eða skerpa á forgangsröðun.Myndlist er verðmætasköpun og mikilvægur hluti af hagkerfinu Svona er staðan í ársbyrjun 2014: Myndlistarsjóður hefur verið skorinn niður um helming. Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistarmanna sá sér ekki annað fært, vegna bágrar fjárhagsstöðu, að lækka ferða- og verkefnastyrki úr 15 prósentum í 8 prósent af heildarupphæð rekstrastyrkja sem það fær frá ríkinu. Menningarráðin á landsbyggðinni hafa enn ekki getað úthlutað styrkjum fyrir árið 2014 þar sem menningarsamningar við sveitafélögin hafa ekki verið endurnýjaðir. Þetta hefur í för með sér að fjölmörg verkefni eru í bið. Á árinu mun Rannsóknarsjóður úthluta 214 milljónum til að auka verðmæti sjávarfangs, en Myndlistarsjóður úthlutar 25 milljónum til að auka verðmæti í listsköpun. Á sama tíma og niðurskurður er í hámarki er kortavelta ferðamanna á Íslandi að aukast. Samkvæmt nýlegum tölum frá Höfuðborgarstofu yfir erlenda kortaveltu eru erlendir ferðamenn í sívaxandi mæli að sækja menningarviðburði. Erlend kortavelta tengd menningu nam í janúarmánuði 115 milljónum króna og jókst um 38% milli ára. Af einstökum menningarliðum má nefna að velta í söfnum og galleríum hefur aukist um 64% prósent milli ára. Á síðasta ári komu tvö hundruð og þrjú þúsund gestir á Listasafn Reykjavíkur og er það aukning upp á 32 þúsund gesti á milli ára. Samkvæmt könnun frá Ferðamálastofu frá árinu 2012 um áhrifaþætti á ákvörðun að ferðast til Íslands, sækja flestir ferðamenn hingað til lands vegna náttúrunnar. Í öðru sæti var menning og saga landsins. Mér finnst þetta vera umhugsunarverðar tölur. Þær sýna óvissu og alvarlega stöðu núverandi forgangsröðunar í ríkisrekstri. Þær benda á að aukin ferðamennska felur í sér að fleiri sækja söfn og menningarviðburði. Tölurnar veita vísbendingar um framtíðina og um að myndlist muni áfram vera mikilvægur hluti af hagkerfinu og ímynd Íslands. Á sama tíma og opinberir aðilar halda að sér höndum, hver er þá staða listamanna?Meiri árangur og bætt upplýsingagjöf vegna MU samningsins Á sama tíma og söfnin laða til sín gesti sem borga aðgangseyri til að upplifa, skynja og njóta fá myndlistarmenn sem eru að sýna í söfnunum enn ekki greidda þóknun fyrir vinnu sína. Af eigin sýningarreynslu í opinberu safni get ég fullyrt að það var niðurlægjandi að vera fyrst á svæðið og seinust út en sú eina sem var ekki á launum. Það er löngu orðið tímabært að koma á launasamningi milli opinberra safna og listamanna. Undanfarin þrjú ár hefur SÍM unnið að samningi milli listamanna og opinberra aðila, til að tryggja að listamenn fái laun þegar þeir sýna í opinberum söfnum. Vinnan hefur grundvallast á svokölluðum MU samningi sem sænsk stjórnvöld og listamenn gerðu sín á milli. Ef vel tækist til með slíkan samning getur hann orðið listamönnum hér á landi til hagsbóta. Hins vegar er þörf á skilvirkum vinnubrögðum til að tryggja að þessum samningi verði náð. Á þeim tíma sem liðinn er hefði mér fundist eðlilegt að íslensk stjórnvöld, stjórnendur opinberra safna og SÍM hefðu komið sér saman um launaviðmið sem ættu að liggja til grundvallar samningnum. Slík viðmið verða ekki þýdd úr sænskum samningi, um þau þarf að semja: koma auga á hvar menn eru sammála, finna út hvar menn eru ekki sammála og reyna á endanum að jafna ágreining. Listamenn verða að fara að sjá árangur af þessu verkefni og því þarf að skipta því upp í viðráðanlega tíma- og verkáætlun, og gera upplýsingar um framgang þess opinberar.Að standa á okkar rétti Með nýjum myndlistarlögum virðist kominn skýr rammi utan um ýmis hagsmunamál myndlistarmanna. Samt heyri ég óánægjuraddir. Í lögunum stendur að verja eigi 1% af kostnaði við opinberar nýbyggingar til listaverka, en það skilar sér ekki til myndlistarmanna. Hvers vegna ekki? Erum við, myndlistarmenn og samtök okkar SÍM, að sitja aðgerðalaus hjá á meðan farið er á svig við lög? Ég þekki marga listamenn sem eru meira en til í að taka þátt í kröfugöngum og mótmælum, en virðast ekki alltaf vera til í að berjast fyrir eigin hagsmunum, og það er þversögn. Ég væri meira en til í að drífa saman hóp af listamönnum í kröfugöngu þann 15. april, á alþjóðlegum degi myndlistar. Áður en til þess kemur langar mig hins vegar að benda á það augljósa: okkur vantar betri gögn, betri upplýsingar og meiri greiningu. Það vantar tölur og það vantar samantektir sem sýna hversu mikið hefur verið byggt, hvaða byggingar um ræðir og hversu mikið fór eða fór ekki í myndlist. Á þessum grunni getum við gert hluti, en við verðum alltaf að undirbyggja. Við verðum að fara að skipuleggja okkur og kafa betur ofan í hlutina. Ef hægt er að sýna fram á með staðreyndum og upplýsingum að verið sé að hlunnfara myndlistarmenn, þá á SÍM að krefjast úrbóta. Þá á SÍM að fara fram á að ráðuneyti menningarmála beiti sér fyrir því að farið verði að myndlistarlögum eða ganga þannig frá lögunum að eftir þeim verði farið.SÍM verður að efla upplýsingagjöf Ég hef heyrt marga listamenn tala um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og atvinnuleysistryggingasjóði. Sumir eru óánægðir með réttindaleysi, aðrir óánægðir með upplýsingaleysið og enn aðrir óánægðir með þjónustuleysið og að vita ekkert hvert þeir eiga að leita. Að mínu mati er ekkert eitt rétt svar vegna þessara mála því innan raða myndlistarmanna eru svo ólíkir einstaklingar. En að mínu mati mætti stórbæta upplýsingaþjónustu til starfandi sjálfstæðra myndlistarmanna, bæði með SÍM sem miðstöð fyrir slíkar upplýsingar en einnig með því að SÍM hjálpi til við að miðla upplýsingum milli sjálfstæðra myndlistarmanna. Það á ekki að vera feluleikur eða frumskógur að komast í gegnum skrifræðið á Íslandi. Á vefsíðu SÍM og í gegnum SÍM ætti að vera hægt að nálgast þessar upplýsingar með aðgengilegum hætti. Mér finnst reyndar að skerpa mætti hressilega á heimasíðu SÍM og gera hana að aðgengilegri uppýsingaveitu fyrir starfandi listamenn.
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson Skoðun
Skoðun Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson skrifar
Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson Skoðun