Fálkar og fálkar Heimir Björnsson skrifar 24. mars 2014 09:49 Við búum í samfélagi og við sem borgarar höfum það, miðað við marga aðra, mjög gott. Við sjáum það í hverjum einasta fréttatíma sem er sýndur, á öllum netmiðlum og í öllum dagblöðum sem við kíkjum í. Af og til finn ég fyrir hræsninni sem fylgir því að búa á Íslandi og kvarta. Hitt er að Ísland er land sem hefur til þess getu að sinna fólki almennilega. Til að borga mannsæmandi laun, koma í veg fyrir stéttskiptingu og misrétti t.d. milli kynja, og gera landið, þetta litla auðuga land, að því sem það getur verið. Í staðinn viðgengst hér einhverskonar sérréttindasamfélag fyrir tiltölulega fáa útvalda. Hinir mega eiga sig. Við horfum á fjársvelt menntakerfi, fjársvelt heilbrigðiskerfi og stórfurðulegt velferðarkerfi sem virðist frekar hannað til þess að koma í veg fyrir að einn svindli en að hjálpa hinum níu - þeir sem hafa t.d. sótt um húsaleigubætur, sótt um fæðingarstyrk eða atvinnuleysisbætur ættu að þekkja það. Á sama tíma er svotil samfélagið allt orðið markaðsvætt, allt á að skila hagnaði! En þá spyr ég hver er ágóði heilbrigðiskerfis? Velferðarkerfis og menntakerfis? Yrði hann talinn í krónum? Fjárveitingar til skóla eru reiknaðar út eftir einhverjum ákveðnum forsendum í einhverju Excel-skjali og sama hversu kjánalega það kemur út er forritinu treyst fremur en kennurum og stjórnendum. Tölulega séð eru þrjú ár betri en fjögur, lægri laungreiðslur betri en hærri, fleiri vinnustundir kennara betri en færri. Tölulega séð er þetta vissulega girnilegra fyrir ríkið, en gagnast þetta nemendum? Svo virðist sem starf kennarans sé nú nánast eingöngu metið í Excel, árangur nemenda er metinn í Excel, og menntakerfið er á leiðinni inni í Excel. Þetta er vægast sagt aumkunarvert viðhorf til menntunar. Við kennarar - allir kennarar - höfum það ekkert sérstaklega gott skal ég segja ykkur. Ekki leikskólakennarar, ekki heldur grunnskólakennarar, ekki við framhaldsskólakennarar né háskólakennarar. En snöktum skár eftir því sem nemendur eldast. Eins og það starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og framhaldsskólum sé ekki jafn mikilvægt og starf háskólakennara. Og þó eru háskólakennarar á Íslandi ekki samburðarhæfir við kollega sína erlendis, allavega ekki hvar snýr að launum. Síðan horfum við yfir í Bankana til dæmis, lífeyrissjóðina og önnur fyrirtæki á frjálsum markaði og sjáum launin sem þar eru í boði. Og oftar en ekki er launamunurinn rökstuddur sérstaklega þannig að þetta fólk ku vera að skapa verðmæti, eða vernda þau. Það gleymist ansi oft að kennarar eru stétt sem skapar verðmæti. Ef ekki fyrir alla þessa menntun þá hefðum við ekki allt þetta frábæra fólk til að skapa verðmæti með okkur. Og því fyrr sem við áttum okkur á því að mannskepnan sjálf og menntun hennar er verðmæti þá kannski lærum við að meta þau störf sem læknar, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, lögreglumenn, kennarar og fleiri sinna. Um leið og við skulum hafa það hugfast að menntun er ekki, að minnsta kosti ætti ekki að vera, vegatálmi þar sem öðru megin eru börn og unglingar, hinu megin fullorðið og vinnandi fólk. Menntun er leið að hugmyndum, skilningi og sköpun. Leið til að læra á sjálfan sig, aðra og umheiminn. Verða besta mögulega útgáfa okkar sjálfra, eins og Guðmundur Finnbogason kallaði fálkun. Það er nefnilega ekki sama fálki og fálki og hvað þá nemandi og nemandi. Að mennta sig á ekki að vera keppni í hver er bestur að mennta sig! Að mennta sig á að vera ferli þar sem við breytum og bætum okkur sjálf. Verðmæti eru þannig ekki bara pappírsbunkar og tölur á skjá. Og þessir pappírsbunkar og stafrænu peningarnir okkar væru hvort eð er verðlausir ef fólk hefði ekki menntun til þess að gera eitthvað skynsamlegt við þá. Peningar eru merkileg uppfinning. Þeir gera ekki upp á milli fólks og þeim er nokk sama um það hver heldur á þeim. Það erum nefnilega við sjálf, samfélagið, sem höfum tekið þá stefnu að það að kenna, að mennta börn, unglinga og fullorðið fólk sé ekki virði margra króna. Með öðrum orðum kjósum við að forgangsraða peningum fram yfir velferð barna. Við viljum fá besta mögulegu menntunina fyrir börnin okkar, við viljum ekki að fjórðungur 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Ennfremur þori ég að halda því fram hér að flestir, ef ekki allir, telji menntun eina af grunnforsendum þess að samfélög geti yfirleitt þrifist og í þeim einhver velmegun. En við viljum ekki borga fólkinu, sem á langstærstan þátt í að mennta börnin okkar, bærileg laun. Hversu aumkunarverð erum við þá? Það er meira að segja svo komið að í nánast hvert einasta sinn sem kennarar vilja hærri laun þá neyðast þeir til að beita verkföllum. Er það eðlilegt? Ég myndi sætta mig við þá niðurstöðu ef um fyrirtæki væri að ræða. Þar sem markaðsöflin ráða ferðinni og hagnaður skiptir öllu. En það getur ekki átt við um menntakerfið. Nema að tilgangur þess sé að skila hagnaði í ríkiskassann. Er það kannski tilgangur menntakerfisins? Ég vil vinna við að kenna. Og ég tel mig geta gert gagn, geta hjálpað nemendum að undirbúa sig fyrir lífið eða hvað það er sem þau vilja takast á við. En á sama tíma ég vil geta haft það bærilegt án þess að finna sí og æ fyrir því að vinnan sem ég valdi mér gerir það að verkum að ég á ekki krónu með gati upp úr miðjum mánuði. Ég er búinn að mennta mig og ég hefði tæpast getað það án þeirra kennara sem leiðbeindu mér, hvort sem er á leikskóla eða í grunn-, framhalds- eða háskóla. Og þegar öllu er á botninn hvolft er ég sennilega með jafnmikla eða jafnvel meiri menntun en þorri alþingismanna. Fóru þeir ekki skóla? Ef ríkið sér ekki ástæðu til þess að sýna kennurum þá virðingu að greiða okkur bærileg laun fyrir að sinna, m.a. börnunum þeirra, og kenna þeim og leiðbeina. Þá skil ég ekki til hvers við, kennarar, menntum okkur yfirleitt? Og botna ekkert í því hvað menntakerfið á að gera eða standa fyrir og bendi Illuga bara á að Wikipedia er ódýrari kostur en við.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi og við sem borgarar höfum það, miðað við marga aðra, mjög gott. Við sjáum það í hverjum einasta fréttatíma sem er sýndur, á öllum netmiðlum og í öllum dagblöðum sem við kíkjum í. Af og til finn ég fyrir hræsninni sem fylgir því að búa á Íslandi og kvarta. Hitt er að Ísland er land sem hefur til þess getu að sinna fólki almennilega. Til að borga mannsæmandi laun, koma í veg fyrir stéttskiptingu og misrétti t.d. milli kynja, og gera landið, þetta litla auðuga land, að því sem það getur verið. Í staðinn viðgengst hér einhverskonar sérréttindasamfélag fyrir tiltölulega fáa útvalda. Hinir mega eiga sig. Við horfum á fjársvelt menntakerfi, fjársvelt heilbrigðiskerfi og stórfurðulegt velferðarkerfi sem virðist frekar hannað til þess að koma í veg fyrir að einn svindli en að hjálpa hinum níu - þeir sem hafa t.d. sótt um húsaleigubætur, sótt um fæðingarstyrk eða atvinnuleysisbætur ættu að þekkja það. Á sama tíma er svotil samfélagið allt orðið markaðsvætt, allt á að skila hagnaði! En þá spyr ég hver er ágóði heilbrigðiskerfis? Velferðarkerfis og menntakerfis? Yrði hann talinn í krónum? Fjárveitingar til skóla eru reiknaðar út eftir einhverjum ákveðnum forsendum í einhverju Excel-skjali og sama hversu kjánalega það kemur út er forritinu treyst fremur en kennurum og stjórnendum. Tölulega séð eru þrjú ár betri en fjögur, lægri laungreiðslur betri en hærri, fleiri vinnustundir kennara betri en færri. Tölulega séð er þetta vissulega girnilegra fyrir ríkið, en gagnast þetta nemendum? Svo virðist sem starf kennarans sé nú nánast eingöngu metið í Excel, árangur nemenda er metinn í Excel, og menntakerfið er á leiðinni inni í Excel. Þetta er vægast sagt aumkunarvert viðhorf til menntunar. Við kennarar - allir kennarar - höfum það ekkert sérstaklega gott skal ég segja ykkur. Ekki leikskólakennarar, ekki heldur grunnskólakennarar, ekki við framhaldsskólakennarar né háskólakennarar. En snöktum skár eftir því sem nemendur eldast. Eins og það starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og framhaldsskólum sé ekki jafn mikilvægt og starf háskólakennara. Og þó eru háskólakennarar á Íslandi ekki samburðarhæfir við kollega sína erlendis, allavega ekki hvar snýr að launum. Síðan horfum við yfir í Bankana til dæmis, lífeyrissjóðina og önnur fyrirtæki á frjálsum markaði og sjáum launin sem þar eru í boði. Og oftar en ekki er launamunurinn rökstuddur sérstaklega þannig að þetta fólk ku vera að skapa verðmæti, eða vernda þau. Það gleymist ansi oft að kennarar eru stétt sem skapar verðmæti. Ef ekki fyrir alla þessa menntun þá hefðum við ekki allt þetta frábæra fólk til að skapa verðmæti með okkur. Og því fyrr sem við áttum okkur á því að mannskepnan sjálf og menntun hennar er verðmæti þá kannski lærum við að meta þau störf sem læknar, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, lögreglumenn, kennarar og fleiri sinna. Um leið og við skulum hafa það hugfast að menntun er ekki, að minnsta kosti ætti ekki að vera, vegatálmi þar sem öðru megin eru börn og unglingar, hinu megin fullorðið og vinnandi fólk. Menntun er leið að hugmyndum, skilningi og sköpun. Leið til að læra á sjálfan sig, aðra og umheiminn. Verða besta mögulega útgáfa okkar sjálfra, eins og Guðmundur Finnbogason kallaði fálkun. Það er nefnilega ekki sama fálki og fálki og hvað þá nemandi og nemandi. Að mennta sig á ekki að vera keppni í hver er bestur að mennta sig! Að mennta sig á að vera ferli þar sem við breytum og bætum okkur sjálf. Verðmæti eru þannig ekki bara pappírsbunkar og tölur á skjá. Og þessir pappírsbunkar og stafrænu peningarnir okkar væru hvort eð er verðlausir ef fólk hefði ekki menntun til þess að gera eitthvað skynsamlegt við þá. Peningar eru merkileg uppfinning. Þeir gera ekki upp á milli fólks og þeim er nokk sama um það hver heldur á þeim. Það erum nefnilega við sjálf, samfélagið, sem höfum tekið þá stefnu að það að kenna, að mennta börn, unglinga og fullorðið fólk sé ekki virði margra króna. Með öðrum orðum kjósum við að forgangsraða peningum fram yfir velferð barna. Við viljum fá besta mögulegu menntunina fyrir börnin okkar, við viljum ekki að fjórðungur 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Ennfremur þori ég að halda því fram hér að flestir, ef ekki allir, telji menntun eina af grunnforsendum þess að samfélög geti yfirleitt þrifist og í þeim einhver velmegun. En við viljum ekki borga fólkinu, sem á langstærstan þátt í að mennta börnin okkar, bærileg laun. Hversu aumkunarverð erum við þá? Það er meira að segja svo komið að í nánast hvert einasta sinn sem kennarar vilja hærri laun þá neyðast þeir til að beita verkföllum. Er það eðlilegt? Ég myndi sætta mig við þá niðurstöðu ef um fyrirtæki væri að ræða. Þar sem markaðsöflin ráða ferðinni og hagnaður skiptir öllu. En það getur ekki átt við um menntakerfið. Nema að tilgangur þess sé að skila hagnaði í ríkiskassann. Er það kannski tilgangur menntakerfisins? Ég vil vinna við að kenna. Og ég tel mig geta gert gagn, geta hjálpað nemendum að undirbúa sig fyrir lífið eða hvað það er sem þau vilja takast á við. En á sama tíma ég vil geta haft það bærilegt án þess að finna sí og æ fyrir því að vinnan sem ég valdi mér gerir það að verkum að ég á ekki krónu með gati upp úr miðjum mánuði. Ég er búinn að mennta mig og ég hefði tæpast getað það án þeirra kennara sem leiðbeindu mér, hvort sem er á leikskóla eða í grunn-, framhalds- eða háskóla. Og þegar öllu er á botninn hvolft er ég sennilega með jafnmikla eða jafnvel meiri menntun en þorri alþingismanna. Fóru þeir ekki skóla? Ef ríkið sér ekki ástæðu til þess að sýna kennurum þá virðingu að greiða okkur bærileg laun fyrir að sinna, m.a. börnunum þeirra, og kenna þeim og leiðbeina. Þá skil ég ekki til hvers við, kennarar, menntum okkur yfirleitt? Og botna ekkert í því hvað menntakerfið á að gera eða standa fyrir og bendi Illuga bara á að Wikipedia er ódýrari kostur en við.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun