Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-29 | Fram færist nær úrslitakeppninni. Ingvi Þór Sæmundsson í Digranesi skrifar 27. mars 2014 14:37 Vísir/Daníel Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða." Olís-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða."
Olís-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira