1.000 hestafla Toyota í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 16:00 Toyota TS030 Hybrid. Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent