Viðræðuslit eða -hlé Andrés Fjeldsted skrifar 10. mars 2014 10:17 Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar