Nürburgring seld á 12 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 08:45 Nürburgring brautin. Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent