Óþolinmóður hundur Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:11 Það er einfaldlega ekki gaman að bíða eftir eiganda sínum læstur inní bíl löngum stundum og því full ástæða til að láta í ljós óánægju sína. Einmitt það gerði þessi 18 mánaða gamli Boxer hundur að nafni Fern. Eigandi hans skrapp í listagallerí í heimabæ þeirra Dundee í Skotlandi og var þar of lengi að mati Fern. Hann brást því hinn versti við og fékk sér sæti í ökumannsstólnum og hóf að þeyta flautu bílsins af miklum móð. Eigandinn varð að lokum var við flautið, þusti að bílnum og kom þar að hlægjandi vegfarendum sem var mikið skemmt við uppátæki hundsins. Þeir tjáðu honum að Fern hafi samfellt þeytt flautuna í um 15 mínútur. Í hvert sinn sem eigandinn kemur að Fern lokuðum inní bílnum fagni hann komu hans ákaft og veifar skotti sínu að áfergju, en í þetta sinn hafi hann aðeins sett upp svip og staðfastlega haldið áfram að þeyta flautuna, greinilega ansi pirraður. Hver láir honum það. Sjá má hundinn ákveðna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Það er einfaldlega ekki gaman að bíða eftir eiganda sínum læstur inní bíl löngum stundum og því full ástæða til að láta í ljós óánægju sína. Einmitt það gerði þessi 18 mánaða gamli Boxer hundur að nafni Fern. Eigandi hans skrapp í listagallerí í heimabæ þeirra Dundee í Skotlandi og var þar of lengi að mati Fern. Hann brást því hinn versti við og fékk sér sæti í ökumannsstólnum og hóf að þeyta flautu bílsins af miklum móð. Eigandinn varð að lokum var við flautið, þusti að bílnum og kom þar að hlægjandi vegfarendum sem var mikið skemmt við uppátæki hundsins. Þeir tjáðu honum að Fern hafi samfellt þeytt flautuna í um 15 mínútur. Í hvert sinn sem eigandinn kemur að Fern lokuðum inní bílnum fagni hann komu hans ákaft og veifar skotti sínu að áfergju, en í þetta sinn hafi hann aðeins sett upp svip og staðfastlega haldið áfram að þeyta flautuna, greinilega ansi pirraður. Hver láir honum það. Sjá má hundinn ákveðna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent