Porsche hagnast um 2,6 milljónir á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 12:30 Porsche bílar til sýnis á bílasýningu. Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent