Að svíkja loforð Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 5. mars 2014 15:39 Sannleikurinn er ofboðslega einfalt fyrirbæri. Allt og sumt sem sannleikurinn krefst er sérstök vensl milli orða okkar og heimsins. Nánar til tekið, sannleikurinn er eiginleiki sem setning hefur ef og aðeins ef heimurinn er eins og setningin segir að hann sé. Til að mynda er því setningin „snjór er hvítur“ sönn aðeins ef snjór sé hvítur. Og þetta er allt og sumt! Að segja satt er þess vegna sömuleiðis afar einfalt: Að segja satt er að segja um það sem er að það sé og að segja um það sem er ekki að það sé ekki. Að segja ósatt er þess vegna einfalt af sömu ástæðu. Að segja ósatt er að segja um það sem er að það sé ekki og að segja um það sem er ekki að það sé. Og þar sem við erum oft og iðulega ekki fullkomlega beintengd við raunveruleikann, í einum eða öðrum skilningi, þá segjum við stundum ósatt þrátt fyrir góðan ásetning. Að ljúga er öllu erfiðara. Að ljúga og að segja ósatt er tvennt ólíkt. Til að mynda er ómögulegt að ljúga óvart, þrátt fyrir að við segjum öðru hverju ósatt óviljandi. Munurinn milli lyga og ósanninda felst í ásetningi þess sem lýgur: Til þess að ljúga verður ætlun lygarans að vera sú að blekkja viðmælanda sinn. Sá sem segir ósatt, aftur á móti, þarf engan misjafnan ásetning. Af þessari ástæðu gerum við siðfræðilegan greinarmun á ósannindum og lygum. Öllu að jöfnu eru lygar slæmar, á meðan ósannandi eru auðfyrirgefanlegri: Lygi er yfirveguð tilraun til svika, ósannindi eru oft aðeins afleiðingar, til dæmis, þekkingarfræðilegrar yfirsjónar, merkingarfræðilegrar ónákvæmni eða rökfræðilegra mistaka. Aftur á móti eru lygar ekki skilyrðislaust rangar, því frammi fyrir siðferðilegum afarkostum er lygi oft illskárri kosturinn. En aðeins í slíkum samhengjum erum við tilbúin að segja að lygin hafi verið réttari af tveimur kostum og því réttmæt, en þó ekki rétt. Að svíkja loforð er enn flóknara. Sá sem gefur loforð er ekki einungis að ýja að því að orð sín séu eða verði sönn, viðkomandi gefur einnig fyrirheit um að gera sitt ýtrasta og besta til þess að hagræða heiminum þannig að orðin verði sönn. Með öðrum orðum, sá sem gefur loforð skuldbindur sig til þess að tryggja að viðeigandi vensl séu eða verði milli orða sinna og heimsins. Sá sem svíkur loforð stígur þess vegna enn lengra en lygarinn: Á meðan lygarinn gefur einungis í skyn að orð sín séu sönn gegn betri vitund, hleypur sá sem svíkur loforð enn fremur frá skuldbindingum sínum. Frá siðfræðilegu sjónarhorni eru svik loforða því enn lágkúrulegri en lygar. Sá sem svíkur loforð sitt hefur ekki aðeins logið að okkur. Sá sem svíkur loforð sitt hefur enn fremur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart okkur. En líkt lygum, þá kalla aðstæðurnar stundum á það að við svíkjum loforð okkar: Stundum gerir heimurinn okkur ófyrirsjáanlega erfitt um vik, stundum stöndum við frammi fyrir afarkostum þar sem illskárri kosturinn felst í því að svíkja loforð okkar, og stundum eru loforð okkar, þvert á vilja okkar, í þversögn við sig sjálf. Öllu að jöfnu erum við tilbúin að viðurkenna að slík óhjákvæmileg svik séu réttmæt. Aftur á móti erum við ekki—og réttilega ættum við aldrei að vera—tilbúin að sætta okkur við svik loforða sem hafa ekkert sér til málsvarnar, annað en klaufalega rökvillu um illskiljanlegan ómöguleika sem ekki er. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er ofboðslega einfalt fyrirbæri. Allt og sumt sem sannleikurinn krefst er sérstök vensl milli orða okkar og heimsins. Nánar til tekið, sannleikurinn er eiginleiki sem setning hefur ef og aðeins ef heimurinn er eins og setningin segir að hann sé. Til að mynda er því setningin „snjór er hvítur“ sönn aðeins ef snjór sé hvítur. Og þetta er allt og sumt! Að segja satt er þess vegna sömuleiðis afar einfalt: Að segja satt er að segja um það sem er að það sé og að segja um það sem er ekki að það sé ekki. Að segja ósatt er þess vegna einfalt af sömu ástæðu. Að segja ósatt er að segja um það sem er að það sé ekki og að segja um það sem er ekki að það sé. Og þar sem við erum oft og iðulega ekki fullkomlega beintengd við raunveruleikann, í einum eða öðrum skilningi, þá segjum við stundum ósatt þrátt fyrir góðan ásetning. Að ljúga er öllu erfiðara. Að ljúga og að segja ósatt er tvennt ólíkt. Til að mynda er ómögulegt að ljúga óvart, þrátt fyrir að við segjum öðru hverju ósatt óviljandi. Munurinn milli lyga og ósanninda felst í ásetningi þess sem lýgur: Til þess að ljúga verður ætlun lygarans að vera sú að blekkja viðmælanda sinn. Sá sem segir ósatt, aftur á móti, þarf engan misjafnan ásetning. Af þessari ástæðu gerum við siðfræðilegan greinarmun á ósannindum og lygum. Öllu að jöfnu eru lygar slæmar, á meðan ósannandi eru auðfyrirgefanlegri: Lygi er yfirveguð tilraun til svika, ósannindi eru oft aðeins afleiðingar, til dæmis, þekkingarfræðilegrar yfirsjónar, merkingarfræðilegrar ónákvæmni eða rökfræðilegra mistaka. Aftur á móti eru lygar ekki skilyrðislaust rangar, því frammi fyrir siðferðilegum afarkostum er lygi oft illskárri kosturinn. En aðeins í slíkum samhengjum erum við tilbúin að segja að lygin hafi verið réttari af tveimur kostum og því réttmæt, en þó ekki rétt. Að svíkja loforð er enn flóknara. Sá sem gefur loforð er ekki einungis að ýja að því að orð sín séu eða verði sönn, viðkomandi gefur einnig fyrirheit um að gera sitt ýtrasta og besta til þess að hagræða heiminum þannig að orðin verði sönn. Með öðrum orðum, sá sem gefur loforð skuldbindur sig til þess að tryggja að viðeigandi vensl séu eða verði milli orða sinna og heimsins. Sá sem svíkur loforð stígur þess vegna enn lengra en lygarinn: Á meðan lygarinn gefur einungis í skyn að orð sín séu sönn gegn betri vitund, hleypur sá sem svíkur loforð enn fremur frá skuldbindingum sínum. Frá siðfræðilegu sjónarhorni eru svik loforða því enn lágkúrulegri en lygar. Sá sem svíkur loforð sitt hefur ekki aðeins logið að okkur. Sá sem svíkur loforð sitt hefur enn fremur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart okkur. En líkt lygum, þá kalla aðstæðurnar stundum á það að við svíkjum loforð okkar: Stundum gerir heimurinn okkur ófyrirsjáanlega erfitt um vik, stundum stöndum við frammi fyrir afarkostum þar sem illskárri kosturinn felst í því að svíkja loforð okkar, og stundum eru loforð okkar, þvert á vilja okkar, í þversögn við sig sjálf. Öllu að jöfnu erum við tilbúin að viðurkenna að slík óhjákvæmileg svik séu réttmæt. Aftur á móti erum við ekki—og réttilega ættum við aldrei að vera—tilbúin að sætta okkur við svik loforða sem hafa ekkert sér til málsvarnar, annað en klaufalega rökvillu um illskiljanlegan ómöguleika sem ekki er. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar