Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 29-24 | Eyjamenn stungu af í seinni Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2014 13:28 Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira