Sigurður Ingi: „Misstum af sögulegu tækifæri“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. mars 2014 20:00 Útséð er um að samningar náist í makríldeilunni eftir að fundi strandríkja lauk án samkomulags í Edinborg í gærkvöldi. Sjávarútvegsráðherra segir sögulegt tækifæri á sáttum hafa farið forgörðum vegna ósveigjanleika Norðmanna. Makrílkvóti íslenskra skipa fyrir þetta ár verður gefinn út á næstu vikum. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi í makríldeilunni á þeim grundvelli sem lá fyrir á milli Íslands og Evrópusambandsins. ESB hafði fallist á kröfur Íslands og Færeyja um að hvor þjóð fengi 12% makrílkvótans á komandi fiskveiðiári sem kom ekki til greina að mati Norðmanna. „Við misstum af sögulegu tækifæri til að ná samkomulagi. Ástæðan fyrir því að það náðist ekki samkomulag er kannski aðallega ósveigjanleiki Norðmanna og órökstudd krafa þeirra um veiðar langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Óljóst með makrílkvóta ársins Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf út í dag að heildarmakrílkvótinn verði um 890 þúsund tonn á þessu ári. Norðmenn vildu að kvótinn yrði talsvert meiri en því höfnuðu önnur ríki og ESB vegna hættu á offramboði og verðhruni á helstu mörkuðum. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákvarða sér makrílkvóta fyrir næsta fiskveiðitímabil. Ráðherra segir óljóst hvort kvótinn verði meiri eða minni á þessu ári. „Við höfum verið að veiða u.þ.b. 130 þúsund tonn á síðustu tveimur árum og ef að við hefðum náð samkomulagi á grundvelli þeirrar ráðgjafar þá hefðum við veitt svipað á þessu ári. Við eigum eftir að fara betur yfir hvernig úthlutun heildaraflans til íslenskra skipa verður háttað,“ segir Sigurður Ingi.„Þjóðir eiga enga vini - bara hagsmuni“ Makríldeila milli Íslendinga og Norðmanna hefur verið nokkuð hörð. Norðmenn hafa sýnt makrílveiðum Íslendinga lítinn skilning. „Það hefur komið skýrt fram að þeir telja okkar hluteild eigi að vera mun lægri heldur en við sækjumst eftir,“ segir Sigurður Ingi. „Það hefur stundum verið sagt að þjóðir eigi enga vini - bara hagsmuni. Við höfum sannarlega tekist á en auðvitað eru þetta frændþjóðir og ég trúi því að við náum niðurstöðu.“ Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Útséð er um að samningar náist í makríldeilunni eftir að fundi strandríkja lauk án samkomulags í Edinborg í gærkvöldi. Sjávarútvegsráðherra segir sögulegt tækifæri á sáttum hafa farið forgörðum vegna ósveigjanleika Norðmanna. Makrílkvóti íslenskra skipa fyrir þetta ár verður gefinn út á næstu vikum. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi í makríldeilunni á þeim grundvelli sem lá fyrir á milli Íslands og Evrópusambandsins. ESB hafði fallist á kröfur Íslands og Færeyja um að hvor þjóð fengi 12% makrílkvótans á komandi fiskveiðiári sem kom ekki til greina að mati Norðmanna. „Við misstum af sögulegu tækifæri til að ná samkomulagi. Ástæðan fyrir því að það náðist ekki samkomulag er kannski aðallega ósveigjanleiki Norðmanna og órökstudd krafa þeirra um veiðar langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Óljóst með makrílkvóta ársins Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf út í dag að heildarmakrílkvótinn verði um 890 þúsund tonn á þessu ári. Norðmenn vildu að kvótinn yrði talsvert meiri en því höfnuðu önnur ríki og ESB vegna hættu á offramboði og verðhruni á helstu mörkuðum. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákvarða sér makrílkvóta fyrir næsta fiskveiðitímabil. Ráðherra segir óljóst hvort kvótinn verði meiri eða minni á þessu ári. „Við höfum verið að veiða u.þ.b. 130 þúsund tonn á síðustu tveimur árum og ef að við hefðum náð samkomulagi á grundvelli þeirrar ráðgjafar þá hefðum við veitt svipað á þessu ári. Við eigum eftir að fara betur yfir hvernig úthlutun heildaraflans til íslenskra skipa verður háttað,“ segir Sigurður Ingi.„Þjóðir eiga enga vini - bara hagsmuni“ Makríldeila milli Íslendinga og Norðmanna hefur verið nokkuð hörð. Norðmenn hafa sýnt makrílveiðum Íslendinga lítinn skilning. „Það hefur komið skýrt fram að þeir telja okkar hluteild eigi að vera mun lægri heldur en við sækjumst eftir,“ segir Sigurður Ingi. „Það hefur stundum verið sagt að þjóðir eigi enga vini - bara hagsmuni. Við höfum sannarlega tekist á en auðvitað eru þetta frændþjóðir og ég trúi því að við náum niðurstöðu.“
Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira