Leiðsögumenn eru andlit þjóðarinnar Örvar Már Kristinsson skrifar 21. febrúar 2014 07:00 Í dag föstudaginn 21. febrúar er alþjóðadagur leiðsögumanna og þess minnast leiðsögumenn víða um heim. Samkvæmt skilgreiningu á hlutverki leiðsögumanns hjá Alþjóðasambandi leiðsögufélaga og Evrópusamtaka þeirra er það sem hér segir: „Leiðsögumaður ferðamanna miðlar staðbundnum fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta, oftast á þeirra eigin tungumáli og hefur til þess rétttindi af þar til bærum yfirvöldum“Félag leiðsögumanna tilheyrir Norðurlandasamtökum þeirra auk Evrópusamtakanna og auk kjarabaráttu hefur eitt helsta baráttumál þess verið að félagsmenn þess öðlist löggildingu til þess að stunda starf sitt í samræmi við alþjóðlega skilgreiningu á starfinu. Fram til þessa hefur baráttan fyrir löggildingu ekki borið árangur hér á landi. Þeir sem hafa stundað nám og lokið öllum prófum frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi eða Endurmenntun Háskólans og nú í vor hjá Símenntun Háskólans á Akureyri geta orðið fullgildir félagar í Félagi leiðsögumanna, aðrir ekki. Námið er yfirgripsmikið og tekið á fjölmörgum þáttum varðandi náttúru og menningu landsins auk daglegs lífs Íslendinga. Innan okkar raða eru leiðsögumenn með réttindi á mjög mörgum tungumálum. Aukning er hinsvegar á framandi málum. Ferðaþjónustan eru sú atvinnugrein á Íslandi sem vex hvað hraðast, og eru það sífellt fleiri hér á landi sem stunda leiðsögustörf. Félag leiðsögumanna fagnaði 40 ár afmæli sínu fyrir 2 árum, og frá stofnun þess 6. Júní árið 1972 hafa orðið miklar breytingar í íslenskri ferðaþjónustu, ekki hvað síst á síðustu árum. Innan raða Félags leiðsögumanna eru nú á sjötta hundrað manns og hafa sífellt fleiri starfið sem aðalatvinnu, eða tæplega 100 manns. Eðli málsins samkvæmt er mest um að vera hjá leiðsögumönnum á sumrin en með vaxandi vetrarferðamennsku eru margir þeirra líka önnun kafnir yfir vetrarmánuðina. Í vetur hafa t.d. þúsundir erlendra ferðamanna lagt leið sína hingað til lands til að líta augum norðurljósin. Þessa dagana eru hundruð breskra skólanemenda hér á landi í námsferðum, auk skólanema frá öðrum löndum. Hverjum hópi fylgir íslenskur leiðsögumaður auk bílstjóra. Þessir hópar staldra hér við frá 2- 3 dögum og upp í viku, og heimsækja nokkra af vinsælustu ferðamannastöðunum, auk þess að skoða sig um í höfuðborginni. Til Íslands komu á síðasta ári rösklega 781 þúsund um Leifsstöð, auk þeirra sem flugu beint til annarra staða á landinu eða komu með skipum. Heildarfjöldinn hingað til lands var því meira en 900 þúsund ferðamenn og fjölgaði um rösklega 20%. Í ár má jafnvel búast við allt að einni milljón ferðamanna hingað til lands þegar allt er talið. Þessi mikli fjöldi kallar á meira eftirlit og umhyggju á ferðamannastöðum, og þar koma vel menntaðir og reyndir leiðsögumenn við sögu á hverjum degi. Við erum andlit þjóðarinnar út á við því leiðsögumenn hafa mest persónulegt samband við ferðahópa sem koma hingað til lands. Með velmenntuðum og löggildum leiðsögumönnum getum við tekið á móti þessum fjölda með sóma! Einkunnarorð okkar leiðsögumanna eru : „Landinu virðing- Lífinu hlýja“ og með þeim orðum óskum við landsmönnum öllum farsældar á ferð um landið, allan ársins hring. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag föstudaginn 21. febrúar er alþjóðadagur leiðsögumanna og þess minnast leiðsögumenn víða um heim. Samkvæmt skilgreiningu á hlutverki leiðsögumanns hjá Alþjóðasambandi leiðsögufélaga og Evrópusamtaka þeirra er það sem hér segir: „Leiðsögumaður ferðamanna miðlar staðbundnum fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta, oftast á þeirra eigin tungumáli og hefur til þess rétttindi af þar til bærum yfirvöldum“Félag leiðsögumanna tilheyrir Norðurlandasamtökum þeirra auk Evrópusamtakanna og auk kjarabaráttu hefur eitt helsta baráttumál þess verið að félagsmenn þess öðlist löggildingu til þess að stunda starf sitt í samræmi við alþjóðlega skilgreiningu á starfinu. Fram til þessa hefur baráttan fyrir löggildingu ekki borið árangur hér á landi. Þeir sem hafa stundað nám og lokið öllum prófum frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi eða Endurmenntun Háskólans og nú í vor hjá Símenntun Háskólans á Akureyri geta orðið fullgildir félagar í Félagi leiðsögumanna, aðrir ekki. Námið er yfirgripsmikið og tekið á fjölmörgum þáttum varðandi náttúru og menningu landsins auk daglegs lífs Íslendinga. Innan okkar raða eru leiðsögumenn með réttindi á mjög mörgum tungumálum. Aukning er hinsvegar á framandi málum. Ferðaþjónustan eru sú atvinnugrein á Íslandi sem vex hvað hraðast, og eru það sífellt fleiri hér á landi sem stunda leiðsögustörf. Félag leiðsögumanna fagnaði 40 ár afmæli sínu fyrir 2 árum, og frá stofnun þess 6. Júní árið 1972 hafa orðið miklar breytingar í íslenskri ferðaþjónustu, ekki hvað síst á síðustu árum. Innan raða Félags leiðsögumanna eru nú á sjötta hundrað manns og hafa sífellt fleiri starfið sem aðalatvinnu, eða tæplega 100 manns. Eðli málsins samkvæmt er mest um að vera hjá leiðsögumönnum á sumrin en með vaxandi vetrarferðamennsku eru margir þeirra líka önnun kafnir yfir vetrarmánuðina. Í vetur hafa t.d. þúsundir erlendra ferðamanna lagt leið sína hingað til lands til að líta augum norðurljósin. Þessa dagana eru hundruð breskra skólanemenda hér á landi í námsferðum, auk skólanema frá öðrum löndum. Hverjum hópi fylgir íslenskur leiðsögumaður auk bílstjóra. Þessir hópar staldra hér við frá 2- 3 dögum og upp í viku, og heimsækja nokkra af vinsælustu ferðamannastöðunum, auk þess að skoða sig um í höfuðborginni. Til Íslands komu á síðasta ári rösklega 781 þúsund um Leifsstöð, auk þeirra sem flugu beint til annarra staða á landinu eða komu með skipum. Heildarfjöldinn hingað til lands var því meira en 900 þúsund ferðamenn og fjölgaði um rösklega 20%. Í ár má jafnvel búast við allt að einni milljón ferðamanna hingað til lands þegar allt er talið. Þessi mikli fjöldi kallar á meira eftirlit og umhyggju á ferðamannastöðum, og þar koma vel menntaðir og reyndir leiðsögumenn við sögu á hverjum degi. Við erum andlit þjóðarinnar út á við því leiðsögumenn hafa mest persónulegt samband við ferðahópa sem koma hingað til lands. Með velmenntuðum og löggildum leiðsögumönnum getum við tekið á móti þessum fjölda með sóma! Einkunnarorð okkar leiðsögumanna eru : „Landinu virðing- Lífinu hlýja“ og með þeim orðum óskum við landsmönnum öllum farsældar á ferð um landið, allan ársins hring. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun