Körfubolti

Guðrún hefur unnið bikarinn í öll fjögur skipti sín í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Ósk Ámundadóttir.
Guðrún Ósk Ámundadóttir. Vísir/Stefán
Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka, á möguleika á því að verða bikarmeistari í fimmta sinn í dag þegar Haukar mæta Snæfelli í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta.

Guðrún Ósk þekkir ekkert annað en að vinna bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni því hún hefur fengið gull um hálsinn eftir alla fjóra bikarúrslitaleiki sína til þessa. Guðrún hefur því aldrei tapað í Höllinni.

Guðrún varð bikarmeistari með Haukum 2005 og 2007 og vann einnig bikarinn með KR 2009. Fyrir fjórum árum varð hún síðan bikarmeistari með Haukaliðinu og er sú eina sem spilaði þann leik af þeim sem spila með Haukaliðinu í dag.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir var líka í hópnum í bikarúrslitaleiknum fyrir fjórum árum en sat þá allan tímann á bekknum enda aðeins fimmtán ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×