Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 27-22 | Sama lið vann fyrir sex dögum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. febrúar 2014 11:42 Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira