Pólitískur ómöguleiki? Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2014 12:52 Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun