Refsivert að aka hægt á vinstri akrein í Georgíufylki Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 10:48 Umferð á bandarískum þjóðvegi. Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent