59 Bond-bílar til sölu í einu lagi Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 15:08 Einn af bílum safnins, Aston Martin. Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður! Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent
Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður!
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent