Rækjuverksmiðju lokað og skipum lagt þegar kvótinn flyst til fyrri kvótahafa Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2014 19:16 Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?” Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?”
Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58