Rækjuverksmiðju lokað og skipum lagt þegar kvótinn flyst til fyrri kvótahafa Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2014 19:16 Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?” Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?”
Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58