Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-30 | Haukar mæta ÍR í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. febrúar 2014 15:04 Árni Steinn sækir að marki FH í kvöld. Vísir/valli Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira