Framleiðslu Indlandsbílsins Suzuki Maruti hætt Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 15:11 Suzuki Maruti 800. Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent
Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent