Innlent

Hinar mörgu hliðar prófkjara

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svanur Kristjánsson prófessor er meðal framsögumanna.
Svanur Kristjánsson prófessor er meðal framsögumanna.
Prófkjör verða umræðuefni kvöldins á morgun á fundi stjórnmálafræðinga sem fer fram í Hannesarholti - Grundarstíg 10.

Fjórir framsögumenn munu fjalla með ólíkum hætti um prófkjör. Svavar Halldórsson, fyrrum fréttamaður, stýrir umræðum. 

Dagskráin er fjölbreytt:

Tilraun til að virkja visku fjöldans og samræðu - prófkjör í þróun.

Arnar Guðmundsson, formaður kjörstjórnar í nýafstöðnu flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík



„Í prófkjörum skipta reglur engu helvítis máli“ – framboðsaðferðir og stjórnmálaþátttaka 

Rósa G. Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Ákvarðanir kjósenda: Máttur hins ómeðvitaða

Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Prófkjörin, vanþróun íslensks lýðræðis og Hrunið

Svanur Kristjánsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Húsið opnar 19:30





Fleiri fréttir

Sjá meira


×