Höfundalög ekki virt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 07:30 Vísir/Daníel Nokkuð hefur borið á því að höfundalög ljóða eru ekki virt og þá einna helst í minningargreinum.Bryndís Halldóra Jónsdóttir samdi ljóð í kjölfar umræðu um líffæragjafir. Ljóðið birtist einungis á Facebook síðu hennar en stuttu síðar birtist ljóðið hennar í minningargrein í Morgunblaðinu. „Mér fannst ósköp ljúft að lesa þetta og hlýnaði í hjartanu að þessar vísur hafi farið lengra áfram og til þeirra sem að hafi viljað nota þær. Minn er bara heiðurinn,“ segir Bryndís. Það sem stakk hana þó var það að höfundur ljóðsins var titlaður HBJ en hennar höfuðstafir eru BHJ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur upp, en fjölmörg ljóð eftir hana hafa birst í minningargreinum þar sem búið er að eiga við þau á einhvern hátt. Þá er ýmist búið að bæta inn orðum, færa til orð, taka út erindi eða skrumskæla þau á einhvern hátt. Jafnvel hefur annað nafn en hennar eigið birst við ljóðin. „En ekkert, tel ég, höfundum jafn mikilvægt að þeirra verk, hver svo sem þau eru, komi rétt til skila og að höfundar sé rétt getið. Hvort sem um ljóð og vísur, lög eða hvað sem það kann að vera, að þeirra sé rétt getið. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir nokkuð hafa borið á því að höfundarlög séu ekki virt og segir að reynt hafi verið að koma í veg fyrir þetta en það hafi ekki mikinn árangur borið. „Þetta er algjört brot á höfundarlögum,“ segir Ragnheiður og vitnar jafnframt í fjórðu grein laga um höfundalög þar sem fram kemur að óheimilt sé að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Einnig er ógilt afsal höfundar á rétti nema um einstök tilvik sé að ræða sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni. Ljóð Bryndísar Halldóru hefur vakið þónokkra athygli, og hægt er að lesa það hér að neðan.Að lífi mínu loknu hér,þá vil ég við þig segja,ég "varahluti" gef úr mér,og mun ég síðan deyja.Ef get ég bjargað veikri sál,vart um það skulum þrefa,það fyrir mér er ekkert málað sofna sátt og gefa.BHJ Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að höfundalög ljóða eru ekki virt og þá einna helst í minningargreinum.Bryndís Halldóra Jónsdóttir samdi ljóð í kjölfar umræðu um líffæragjafir. Ljóðið birtist einungis á Facebook síðu hennar en stuttu síðar birtist ljóðið hennar í minningargrein í Morgunblaðinu. „Mér fannst ósköp ljúft að lesa þetta og hlýnaði í hjartanu að þessar vísur hafi farið lengra áfram og til þeirra sem að hafi viljað nota þær. Minn er bara heiðurinn,“ segir Bryndís. Það sem stakk hana þó var það að höfundur ljóðsins var titlaður HBJ en hennar höfuðstafir eru BHJ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur upp, en fjölmörg ljóð eftir hana hafa birst í minningargreinum þar sem búið er að eiga við þau á einhvern hátt. Þá er ýmist búið að bæta inn orðum, færa til orð, taka út erindi eða skrumskæla þau á einhvern hátt. Jafnvel hefur annað nafn en hennar eigið birst við ljóðin. „En ekkert, tel ég, höfundum jafn mikilvægt að þeirra verk, hver svo sem þau eru, komi rétt til skila og að höfundar sé rétt getið. Hvort sem um ljóð og vísur, lög eða hvað sem það kann að vera, að þeirra sé rétt getið. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir nokkuð hafa borið á því að höfundarlög séu ekki virt og segir að reynt hafi verið að koma í veg fyrir þetta en það hafi ekki mikinn árangur borið. „Þetta er algjört brot á höfundarlögum,“ segir Ragnheiður og vitnar jafnframt í fjórðu grein laga um höfundalög þar sem fram kemur að óheimilt sé að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Einnig er ógilt afsal höfundar á rétti nema um einstök tilvik sé að ræða sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni. Ljóð Bryndísar Halldóru hefur vakið þónokkra athygli, og hægt er að lesa það hér að neðan.Að lífi mínu loknu hér,þá vil ég við þig segja,ég "varahluti" gef úr mér,og mun ég síðan deyja.Ef get ég bjargað veikri sál,vart um það skulum þrefa,það fyrir mér er ekkert málað sofna sátt og gefa.BHJ
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira