1,6 milljónir dollara fyrir sendiherraembætti á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2014 18:32 Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira