1,6 milljónir dollara fyrir sendiherraembætti á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2014 18:32 Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira