Evrópumálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. febrúar 2014 14:12 Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar