Evrópumálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. febrúar 2014 14:12 Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun