Formúla 1

Kovalainen klúðraði tækifærinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vísir/Getty
Frammistaða Heikki Kovalainen í síðustu tveimur keppnum ársins 2013 kostuðu hann ökumannssæti hjá Caterham í ár.  

Kovalainen, sem var þróunarökumaður hjá Caterham, fékk tækifæri hjá Lotus í síðustu tveimur keppnum síðasta tímabils vegna meiðsla Kimi Raikkönen í baki.

Kovalainen náði sér hins vegar ekki á strik í keppnunum og endaði í fjórtánda sæti í þeim mbáðum. Síðasta mót ársins var það eina á tímabilinu sem minnst annar ökumaður Lotus náði ekki stigasæti en þá lauk Romain Grosjean ekki keppni.

Tony Fernandes, eigandi Caterham liðsins gaf það út að léleg frammistaða Kovalainen í þessum keppnum hefði kostað hann sæti hjá Caterham í ár en að lokum var valið að fá Japanann Kamui Kobayashi til að keppa við hlið Svíans Marcus Ericsson.

Fernandes játar að valið á milli Kovalainen og Kobayashi hafi verið erfitt enda hafi verið stuðningur við báða innan liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×