Honda flytur meira út en inn til BNA Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 10:30 Framleiðsla Honda Accord í Marysville í Bandaríkjunum. Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent
Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent