Ingi Þór: Með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 16:31 Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Stefán Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka karla og kvenna í körfubolta hjá Snæfelli, skrifar inn fésbókina sína í dag þar sem hann tjáir sig um frétt dagsins í íslenska körfuboltanum. Það var tilkynnt fyrr í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, muni láta af störfum um mánaðarmótin vegna hagræðingar í rekstri KKÍ eins og fram kemur í frétt á heimasíðu KKÍ. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið í leiðtogahlutverki í íslenskum körfubolta í langan tíma og starfað lengi á skrifstofu sambandsins. Fréttir dagsins hafa því vakið sterk viðbrögð innan körfuboltaheimsins og Ingi Þór sendi Vísi pistil sinn þar sem hann vekur athygli á þessum sorglegum fréttum frá KKÍ. "Fyrir mér er þetta sorgardagur. KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ," skrifar Ingi Þór meðal annars en það má sjá alla færslu hans hér fyrir neðan.Pistill Inga Þórs á fésbókinni.Hvað er næst hjá sérsamböndunum? Þetta er með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt. Styrkir sem ríkið setur í sérsamböndin eru alltof lágir og í íþróttir almennt. Að stjórn KKÍ þurfi að taka svona ákvörðun með starfsmann sem vakir og sefur yfir starfi sínu er sorgleg fyrir íþróttahreyfinguna og hlýtur að fá fólk hjá ríkisvaldinu til að spyrja sig er ekki ráð að grípa inní áður en íþróttahreyfingin lognast útaf og hvað verður þá? Hvað kostar að reka sérsamband einsog KKÍ og HSÍ? Án þess að ég sé með tölurnar á tandurhreinu, eru það ekki stórar fjárhæðir sem þarf til að reka metnaðarfullt afreksstarf og skrifstofu. Þessu þarf að breyta, fyrir mér ættu þessi sérsambönd innan ÍSÍ og fleiri til að vera ríkisrekinn uppað ákveðinni fjárhæð, annað myndu stjórnarfólk sem eru NB í sjálfboðastarfi í stjórn, sjá um og sækja hjá stórfyrirtækjum. Fyrir mér er þetta sorgardagur- KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ. Áfram íþróttir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka karla og kvenna í körfubolta hjá Snæfelli, skrifar inn fésbókina sína í dag þar sem hann tjáir sig um frétt dagsins í íslenska körfuboltanum. Það var tilkynnt fyrr í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, muni láta af störfum um mánaðarmótin vegna hagræðingar í rekstri KKÍ eins og fram kemur í frétt á heimasíðu KKÍ. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið í leiðtogahlutverki í íslenskum körfubolta í langan tíma og starfað lengi á skrifstofu sambandsins. Fréttir dagsins hafa því vakið sterk viðbrögð innan körfuboltaheimsins og Ingi Þór sendi Vísi pistil sinn þar sem hann vekur athygli á þessum sorglegum fréttum frá KKÍ. "Fyrir mér er þetta sorgardagur. KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ," skrifar Ingi Þór meðal annars en það má sjá alla færslu hans hér fyrir neðan.Pistill Inga Þórs á fésbókinni.Hvað er næst hjá sérsamböndunum? Þetta er með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt. Styrkir sem ríkið setur í sérsamböndin eru alltof lágir og í íþróttir almennt. Að stjórn KKÍ þurfi að taka svona ákvörðun með starfsmann sem vakir og sefur yfir starfi sínu er sorgleg fyrir íþróttahreyfinguna og hlýtur að fá fólk hjá ríkisvaldinu til að spyrja sig er ekki ráð að grípa inní áður en íþróttahreyfingin lognast útaf og hvað verður þá? Hvað kostar að reka sérsamband einsog KKÍ og HSÍ? Án þess að ég sé með tölurnar á tandurhreinu, eru það ekki stórar fjárhæðir sem þarf til að reka metnaðarfullt afreksstarf og skrifstofu. Þessu þarf að breyta, fyrir mér ættu þessi sérsambönd innan ÍSÍ og fleiri til að vera ríkisrekinn uppað ákveðinni fjárhæð, annað myndu stjórnarfólk sem eru NB í sjálfboðastarfi í stjórn, sjá um og sækja hjá stórfyrirtækjum. Fyrir mér er þetta sorgardagur- KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ. Áfram íþróttir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira