Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Vísir/Daníel Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku. EM 2014 karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku.
EM 2014 karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira