Er Ford Focus mest seldi bíll heims? Finnur Thorlacius skrifar 28. janúar 2014 16:56 Ford Focus. Aol Autos Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent
Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent